Lífið

Jethro Tull til Íslands

Breska hljómsveitin Jethro Tull er væntanleg til Íslands í haust og kemur fram á tvennum „rafmögnuðum“ tónleikum í Háskólabíói, 14. og 15. september. Birgir Daníel Birgisson undirritaði nú í vikunni samninga þar að lútandi við umboðsmenn hljómsveitarinnar fyrir hönd Performer ehf.

Jethro Tull hefur verið ein af framvarðarsveitum rokktónlistarsögunnar í tæplega fjóra áratugi, lifandi goðsögn, síspræk og skapandi. Hljómsveitin var stofnuð árið 1968 og í henni eru ennþá tveir af frumherjunum: Ian Anderson,  eiðtogi Tull, söngvari, flautuleikari og gítaristi, og Martin Barre gítarleikari.

Jethro Tull hefur gefið út alls 30 plötur og diska, sem selst hafa í yfir 60 milljónum eintaka frá því sveitin kom fyrst fram opinberlega í þeim fræga Marquee klúbbi í Lundúnum. Tónleikar Tull eru alls orðnir yfir 2.500 talsins í um 40 löndum og enn eru þeir félagar að, aðdáendum sínum til ánægju og yndisauka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.