Lífið

Ekki við eina fjölina felldur

Anand Jon pósar í leðurklæðum
Anand Jon pósar í leðurklæðum MYND/Getty Images

Tískuhönnuðurinn Anand Jon, sem nýlega var handtekinn vegna fjölda ákæra um kynferðislega misnotkun, viðhélt orðstír sínum sem frægur tískuhönnuður með því að vera alltaf með fylgdarlið með sér og sýna fólki úrklippur úr fréttaumfjöllun um sig. Honum er nú haldið í fangelsi gegn 1,3 milljón dollara tryggingu.

Samkvæmt heimildum NY Post hafði Anand alltaf nokkrar manneskjur með sér hvert sem hann fór. Þar á meðal var fjölmiðlafulltrúi hans, ljósmyndari og aðstoðarmaður, sem var systir hans. Einnig var hann oftast með ungar stúlkur sér við hlið, svo ungar að þær virtust vera undir lögaldri. Hefur Anand verið þekktur fyrir að blekkja ungar stúlkur með loforðum um frægð og frama til að fá þær til að líka við sig.

Chris Hulbert, fyrrum fjölmiðlafulltrúi Anands, hefur greint frá því að hönnuðurinn hafi reynt við 19 ára stúlku sem Chris var á stefnumóti með í N.Y. fyrir nokkrum árum. Setti Anand hönd sína yfir axlir stúkunnar og sagði við hana ,,Þú ert með flottan háls, viltu sofa hjá mér?". Þetta hafi stúlkunni þótt vægast sagt óhugnarlegt. Anand bíður þess að mál hans verði tekið fyrir en hann er meðal annars ákærður fyrir tvær nauðganir.

Fyrri umfjöllun Vísis um handtöku Anand Jon






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.