Lífið

Keanu Reeves keyrir á ljósmyndara

Keanu Reeves þarf að passa sig í umferðinni
Keanu Reeves þarf að passa sig í umferðinni MYND/Getty Images

Matrix stjarnan Keanu Reeves klessti á ljósmyndara þegar hann var að keyra út úr bílastæði í Californíu. Var þó ekki um alvarlega ákeyrslu að ræða heldur straukst bíll hans við ljósmyndarann.

Samkvæmt heimildum lögreglu átti slysið sér stað rétt fyrir klukkan hálf átta á mánudagskvöld. Ljósmyndarinn stóð á götunni fyrir framan bíl Keanu, sem keyrir 1996 árgerðina af Porsche, þegar leikarinn strauk bílnum við hann er hann tók af stað. Ekki er ljóst hvort ljósmyndarinn slasaðist við atvikið en Keanu slapp ómeiddur. Lögreglan er að vinna að rannsókn málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.