Poppstjarna og pönkari saman í skóla 14. mars 2007 08:15 Birgitta Haukdal bætir í reynslubankann með náminu í markaðsfræði. Tónlistarstefnurnar sem söngvararnir Birgitta Haukdal og Óttarr Proppé aðhyllast eiga sjaldan samleið. Birgitta og Óttarr eiga þó sitthvað sameiginlegt, og leggja nú bæði stund á markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við vorum saman í tímum fyrir áramót líka. Við erum mjög samstiga í þessu,“ sagði Birgitta. Hún syngur enn mikið, og kemur fram bæði ein og með Stuðmönnum. „Ég er í þessu með öðrum verkefnum, svo ég er alls ekki í fullu námi,“ sagði Birgitta. „Þegar Írafár fór í hlé myndaðist smá pláss fyrir eitthvað nýtt, og ég ákvað að bæta einhverju nýju í reynslubankann. Þetta tengist líka öllu sem ég hef verið að gera síðustu ár,“ bætti hún við. Óttarr Proppé, sem er vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum-Eymundsson, er ekki heldur alsestur á skólabekk. „Þetta er bara smá upplyfting með vinnu,“ sagði Óttarr, sem sagði þau Birgittu allsendis ekki vera stjörnurnar í bekknum. Hann hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir frumlegan klæðaburð á sviði, og meðal annars komið fram í bleikum leggingsbuxum. Hann sagðist þó passa prýðilega inn í umhverfi HR. „Það er eiginlega mesta furða. Það virðist vera pláss þarna jafnt fyrir poppstjörnur og gamla pönkara,“ sagði hann sposkur. Óttarr útilokaði ekki að bekkjarfélagarnir fengju að njóta tónlistarhæfileika samnemenda sinna. „Ef við fáum nógu góða einkunn troðum við kannski upp í lokapartíinu.“ Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Tónlistarstefnurnar sem söngvararnir Birgitta Haukdal og Óttarr Proppé aðhyllast eiga sjaldan samleið. Birgitta og Óttarr eiga þó sitthvað sameiginlegt, og leggja nú bæði stund á markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við vorum saman í tímum fyrir áramót líka. Við erum mjög samstiga í þessu,“ sagði Birgitta. Hún syngur enn mikið, og kemur fram bæði ein og með Stuðmönnum. „Ég er í þessu með öðrum verkefnum, svo ég er alls ekki í fullu námi,“ sagði Birgitta. „Þegar Írafár fór í hlé myndaðist smá pláss fyrir eitthvað nýtt, og ég ákvað að bæta einhverju nýju í reynslubankann. Þetta tengist líka öllu sem ég hef verið að gera síðustu ár,“ bætti hún við. Óttarr Proppé, sem er vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum-Eymundsson, er ekki heldur alsestur á skólabekk. „Þetta er bara smá upplyfting með vinnu,“ sagði Óttarr, sem sagði þau Birgittu allsendis ekki vera stjörnurnar í bekknum. Hann hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir frumlegan klæðaburð á sviði, og meðal annars komið fram í bleikum leggingsbuxum. Hann sagðist þó passa prýðilega inn í umhverfi HR. „Það er eiginlega mesta furða. Það virðist vera pláss þarna jafnt fyrir poppstjörnur og gamla pönkara,“ sagði hann sposkur. Óttarr útilokaði ekki að bekkjarfélagarnir fengju að njóta tónlistarhæfileika samnemenda sinna. „Ef við fáum nógu góða einkunn troðum við kannski upp í lokapartíinu.“
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira