Lífið

Enn eitt málið gegn Michael Jackson

Michael Jackson.
Michael Jackson. MYND/AP

Fjölskylda látinnar konu hefur höfðað mál á hendur Michael Jackson og sjúkrahúsi í Kaliforníu. Í stefnunni er því haldið fram að deyjandi ömmu fjölskyldunnar hafi verið hent út af sjúrastofu til þess að Jakson kæmist þar að. Því er ekki haldið að þetta hafi valdið dauða ömmunar, en hinsvegvar hafi það valdið fjölskyldunni miklu hugarangri.

Þetta á að hafa gerst meðan barnaníðsluréttarhöldin yfir Jackson stóðu yfir. Réttarhöldin fengu mjög á tónlistarmanninn og þann 15. febrúar árið 2005 brotnaði hann niður og var keyrður á sjúkrahús. Jackson var sem kunnugt er sýknaður af ákærunni.

Lögmaður Jacksons hefur ekki viljað tjá sig um nýju málshöfðunina, en sjúkrahúsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að gamla konan hafi fengið fullkomna aðhlynningu. Stefnan er afskrifuð sem enn ein tilraun til þess að svala athyglissýki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.