Lífið

Hár Britney Spears falt fyrir eina milljón bandaríkjadala

Hár poppprinsessunnar Britney Spears, sem eins og kunnugt er fékk að fjúka á dögunum, virðist nú vera komið í sölu. Kaupverðið er ein milljón bandaríkjadala. Seljandinn er hárgreiðslustofan Esther's Hair í Kalíforníu þar sem raksturinn fór fram og hefur hún opnað heimasíðuna buybritneyshair.com. Þar eru myndir af afskornu hárinu sem er sagt „algerlega ósvikið" og að um sé að ræða „tækifæri lífsins", en því er heitið að upphæðin renni óskipt til góðgerðarmála.

 

Ásamt hárinu sjálfu fylgja kaupunum skærin sem notuð voru sem og blár kveikjari sem söngkonan skildi eftir á stofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.