Lífið

Í haldi tískulöggu?

Michelle Rodriguez hefur húmor fyrir sjálfri sér
Michelle Rodriguez hefur húmor fyrir sjálfri sér MYND/WireImage

Lost leikkonan fyrrverandi, Michelle Rodriguez, er sannkallaður húmoristi. Hún var tekin fyrir ölvunarakstur á Hawaí í fyrra og þurfti að dúsa í fangelsi vegna þessa. Hún virðist þó hafa húmor fyrir því.

Michelle mætti á tískusýningu Marc Jacobs á tískuvikunni í New York í gærkvöldi. Þar var hún íklædd hvítum kjól, en það var ekki kjóllinn sem vakti hvað mesta athygli.

Hún var með staðsetningartæki um öklann, en þess háttar tæki lætur lögreglan á glæpamenn til að geta staðsett þá. Var þó ekki um alvöru staðsetningartæki að ræða, heldur var þetta eftirlíking.

Ætli tískulöggan hafi sett tækið á hana?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.