Lífið

Jessica Simpson tjáir sig um Nick Lachey

Jessicu Simpson þótti sárt að sjá Nick með öðrum konum
Jessicu Simpson þótti sárt að sjá Nick með öðrum konum MYND/Steve Granitz - WireImage

Söngkonan Jessica Simpson segir að það hafi sært sig að sjá fyrrum eiginmann hennar, Nick Lachey með annarri konu eftir skilnaðinn. Nick sást fyrst með Laguna Beach stjörnunni Kristin Cavallari en hann hefur verið að hitta Vanessu Minnillo, þáttastjórnanda á MTV, undanfarna mánuði. Segir Jessica frá þessu í viðtali við tímaritið Elle.

Myndir af Nick og Kristinu birtust aðeins rétt eftir skilnaðinn og segir Jessica það hafa reynst henni erfitt. Það hafi verið erfitt að vera í sviðsljósi fjölmiðlanna. ,,Ég lét fólk vita hver ég er og hvernig samband mitt við manninn minn var. Það er stórmál og stjörnur eiga ekki að gera slíkt," segir Jessica og vitnar þá í raunveruleikasjónvarpsþáttinn Newlyweds: Nick & Jessica en þeir voru um hjónaband hennar og Nick. Henni finnist eins og almenningur telji sig eiga rétt á því að vita meira um skilnaðinn og að hún skuldi fólki það. Þessu sé hún þó ósammála og kveðst hingað til ekki hafa talað um skilnaðinn og engin breyting verði þar á.

Kvikmyndin Notebook hafi hjálpað sér að finna út hvað hún vildi gera þegar hjónabandið var að bresta, en hún horfði á myndina í flugvél á leið sinni í heimsókn til afa síns og ömmu. Hún hafi, áður en hún horfði á myndina, eygt von um að hægt væri að bjarga hjónabandinu allt þar til nokkrum dögum áður en þau Nick tilkynntu um skilnaðinn. Myndin hafi hjálpað henni að átta sig á því að hún þyrfti að vera ein. Það er því ekki alltaf auðvelt að vera fræg söngkona þegar einkalífið er annars vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.