Lífið

Illur fengur

Ræninginn var hugmyndaríkir, en varð ekki ríkur af ráninu.
Ræninginn var hugmyndaríkir, en varð ekki ríkur af ráninu. MYND/Pjetur Sigurðsson

Hugmyndaríkur ræningi í New Jersey, í Bandaríkjunum, kom inn í matvörubúð, lagði tuttugu dollara seðil á afgreiðsluborðið og bað um skiptimynt. Afgreiðslumaðurinn varð við þeirri beiðni, en þegar hann hafði opnað peningakassann, dró ræninginn upp byssu og heimtaði alla peningana.

Afgreiðslumaðurinn þorði ekki annað en hlýða, og ræninginn hljóp á brott með peningana. Hann skildi tuttugu dollara seðilinn eftir á afgreiðsluborðinu. Og ránsfenginrinn ? Tólf dollarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.