Lífið

Umdeild barnanauðgun á Sundance

Robin Wright Penn ásamt manni sínum Sean Penn, en hún leikur hlutverk í myndinni.
Robin Wright Penn ásamt manni sínum Sean Penn, en hún leikur hlutverk í myndinni. MYND/Reuters

Sundance kvikmyndahátíðin í Park city í Utah er nú hálfnuð, en í gær var kvikmyndin "Hounddog" frumsýnd. Myndin fjallar um tólf ára stúlku sem er fórnarlamb nauðgunar. Deborah Kampmeier, sem er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, hefur borist fjöldinn allur af mótmælum frá hópum sem ekki höfðu séð myndina, vegna atriðis sem sýnir táningsdreng nauðga stúlkunni. Stúlkan er leikin af Dakota Fanning sem hefur tekið að sér fjölda barnahlutverka í Hollywood myndum.

New York armur Kaþólsku kirkjunnar hefur farið fram á alríkisrannsókn til þess að ákveða hvort lög um barnaklám hafi verið brotin, þar sem Fannings er 12 ára eins og stúlkan í myndinni.

Leikstjórinn hefur varið nauðgunarsenuna umdeildu þar sem einungis sést í andlit Dakota, háls, hendur og fætur. Hún útskýrir að Dakota hafi ekki þurft að leika nauðgunina eins og senan gefi til kynna. Einungis sé um að ræða samsetta búta, myrkur og eldingar, en hljóðið undir sé rödd Dakota þar sem hún öskrar "hættu, hættu".

Kvikmyndahátíðin sem fer fram árlega í Park city í Utah, er sú hátíð sem veitir kvikmyndum oft brautargengi sem ekki eru framleiddar í stóru kvikmyndafyrirtækjunum í Hollywood. Myndirnar taka oft á erfiðum umræðuefnum sem stóru kvikmyndaverin eru ekki tilbúin að taka að sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.