Lífið

40.000 dollara nótt Britneyjar og nýja kærastans í Vegas

Úr Hugh Hefner Sky Villa, þar sem nóttin kostar 40 þús. dollara.
Úr Hugh Hefner Sky Villa, þar sem nóttin kostar 40 þús. dollara.
Britney Spears og nýi fylgdarmaðurinn hennar, leikarinn og módelið, Isaac Cohen, sáust saman aðra helgina í röð, í þetta skiptið í Las Vegas á laugardagskvöldið. Helgina áður sáust þau saman á hraðbát við Marina Del Rey rétt utan við Los Angeles.

Í Las Vegas á laugardagskvöldið sáust þau dansa og reykja sígarerettur á 8½, klúbbi samkynhneigðra, og heimildir People tímaritsins segja þau síðan hafa gist í mestu hugsanlegum vellystingum: 810 fermetra sérsvítu á 34. hæð í Fantasy-turni The Palms hótelssins, svokallaðri Hugh Hefner Sky Villa, þar sem nóttin kostar 40.000 dollara (2,8 milljónir króna).

Þau virtust hamingjusöm saman, að sögn heimildarmannsins. Síðast sást Britney í Las Vegas þegar hún var gestgjafinn í mjög umtalaðri áramótaveislu á næturklúbbnum Pure á Caesars Palace, þar sem hún sofnaði rétt eftir að hafa stjórnað niðurtalningunni fyrir áramótin. Framkvæmdastjóri hennar þvertók þá fyrir að hún hefði misst meðvitund, sagði bara að hún hefði sofnað vegna þreytu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.