Innlent

Maður grunaður um líkamsárás á Kárahnjúkasvæðinu úrskurðaður í farbann

Árásin virðist hafa verið tilefnislaus og mjög hrottaleg.
Árásin virðist hafa verið tilefnislaus og mjög hrottaleg. MYND/E.Ól.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbann yfir kínverskum ríkisborgara sem grunaður er um að hafa stungið mann í vinnubúðum á Kárahnjúkasvæðinu á nýársdag.

Maðurinn var úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Austurlands til 30. janúar næstkomandi. Maðurinn hefur játað að hafa ráðist á ítalskan samstarfsmann með hnífi. Í úrskurði Héraðsdóms Ausurlands segir að árásin virðist hafa verið tilefnislaus og mjög hrottaleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×