Lífið

Laddi 6-TUGUR

Laddi 6-TUGUR
Laddi 6-TUGUR

Í kjölfar tilkynningar um að setja ætti upp grínsýninguna LADDI 6-

TUGUR í Borgarleikhúsinu rigndi inn fyrirspurnum frá fólki um allt

land varðandi það hvernig maður tryggi sér miða. Ákveðið var að opna

einfaldlega fyrir miðasöluna til að geta sinnt öllu þessu fólki

strax, án þess að tilkynna sérstaklega um það, hvað þá auglýsa.

Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin hafa verið ótrúleg og

miðarnir rokið út. Aðeins er um fjórar sýningar að ræða og nú er svo

komið að svo til er uppselt á fyrstu sýninguna og allt að helmingur

miða á hinar þrjár er seldur.



Miðasalan fer fram hjá Borgarleikhúsinu í síma 568-8000 eða á

http://www.borgarleikhus.is Einnig er hægt að kaupa miða á Miða.is. Miðinn kostar aðeins 3.400 krónur með miðagjaldi og eingöngu er selt í

númerið sæti.

LANDSÞEKKTIR GESTIR STAÐFESTIR

Nú er að auki staðfest hvaða landsþekktu gestir munu koma fram sem

sérstakir gestir. Það verða þeir Steinn Ármann, Eggert Þorleifs og

Halli bróðir Ladda sem munu láta ljós sitt skína ásamt Ladda sjálfum.

UM SÝNINGUNA

Höfundar sýningarinnar eru Laddi og Gísli Rúnar og er um að ræða

blöndu af splunkunýju efni og klassísku efni frá ferli Ladda. Björn

Björnsson annast sviðsetningu og hljómsveitarstjóri er Hjörtur Howser.

Það skal sérstaklega tekið fram að aðeins verður um fjórar sýningar

að ræða og augljóst að í ljósi þessa takmarkaða sýningafjölda og

miklu eftirspurnar sem er nú þegar til staðar er vissara fyrir

áhugasama að tryggja sér miða strax.



Frumsýningin verður eins og áður sagði 17. febrúar í Borgarleikhúsinu

og eru svo þrjár næstu sýningar sem hér segir:

Laugardaginn 24. febrúar

Laugardaginn 3. mars

Fimmtudaginn 8. mars



Nánari upplýsingar á www.bravo.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.