Enski boltinn

Cisse á leið til Marseille

NordicPhotos/GettyImages

Forseti franska félagsins Marseille segist mjög ánægður með að vera við það að landa framherjanum Djibril Cisse varanlega til félagsins eftir að hafa verið með hann á lánssamningi í eitt ár. Cisse er 25 ára gamall og er við það að ganga frá skiptum frá Liverpool til heimalandsins eftir meiðslum hrjáð tímabil undanfarin ár.

"Djibril verður leikmaður Marseille og það er táknrænt fyrir þá stefnu sem við höfum tekið í leikmannamálum að hann sé að koma hingað. Samningaviðræðurnar hafa staðið lengi yfir en við höfum ekki gefist upp - ekki frekar en Liverpool," sagði forsetinn. Cisse kostaði Liverpool 14 milljónir punda árið 2004 og skrifar væntanlega undir samning við franska félagið fljótlega - líkt og félagi hans Bolo Zenden gerði í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×