Kvistar af sama meiði 20. júní 2007 06:00 Fyrir næstum tveimur vikum hitti ég leiðtoga iðnríkjanna átta á árlegum fundi í Heiligendamm í Þýskalandi. Markmiðið var að ná samkomulagi um loftslagsbreytingar. Og það tókst: samkomulag náðist um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir árið 2050. Mér var það sérstök ánægja að samið verður um markmið og leiðir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ég tel að það sé mikilvægt í því skyni að að allir leggist á eitt í þessu átaki. Vikuna á eftir beindist kastljós alþjóðamála að öðru viðfangsefni. Staðfesta og þolinmæði í diplómatískum umleitunum skiluðu árangri sem á yfirborðinu kann að virðast lítilvægur en kann að verða þungur á metunum í viðleitninni við að bjarga mannslífum. Þessi diplómatíski sigur var sá að Omar al-Bashir, forseti Súdans samþykkti loksins áætlun um sameiginlega friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins í Súdan. Þetta samkomulag er mér sérstaklega kært því ég hef lýst yfir að Darfur sé forgangsmál í mínu starfi og hef í kyrrþey tekið mörg lítil skref í þessa átt.Þurrkar leiða til ágreiningsSumum kann að þykja það liggja í augum uppi að hér séu á ferðinni tvö aðskilin mál. En í raun eru þau tengd. Fyrir tveimur áratugum tóku rigningar í suður Súdan að bresta. Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna hefur meðal úrkoma minnkað um fjörutíu af hundraði frá því í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Vísindamenn héldu í fyrstu að þetta væri duttlungum náttúrunnar að kenna. En rannsóknir hafa leitt í ljós í kjölfarið að samhengi var á milli þurrkanna og hlýnunar sjávar í Indlandshafi sem raskað hafa monsúntímanum. Þetta bendir til þess að þurrkana í Afríku sunnan Sahara megi, að vissu marki, rekja til hlýnunar jarðar af mannavöldum. Það er engin tilviljun að ofbeldisöldunni í Darfur var hrundið af stað á þurrkatímum. Fram að þeim tíma höfðu arabískir hirðingjar lifað í sátt og samlyndi með bændum sem ræktuðu sitt land. Stephan Faris greinir frá því í nýlegri grein í Atlantic Monthly að svartir bændur hefðu látið sér vel líka að hirðingjar færu um lönd þeirra, settu úfalda sína á beit og nýttu sér brunna. Þegar rigningarnar brugðust, tóku bændur að girða lönd sína af ótta við átroðning hjarðanna. Í fyrsta skipti í manna minnum var ekki lengur nóg að bíta og brenna handa öllum vegna skorts á vatni. Bardagar brutust út. Árið 2003 hófst sá harmleikur sem við þekkjum í dag. Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna mun stemma stigum við ofbeldisverkum og greiða fyrir því að mannúðaraðstoð komist til skila og þannig bjarga mörgum mannslífum. Engu að síður er það eingöngu fyrsta skrefið, eins og ég lagði áherslu á við félaga mína á leiðtogafundinum í Þýskalandi.Friður í Darfur verður að byggja á lausnum sem ná til róta vandans og hann er sá að það er ekki lengur nægilegt landrými fyrir alla.Ráðumst að rótum vandansPólítískrar lausnar er þörf en þegar upp er staðið verður vandi Darfur ekki leystur nema til komi varanleg efnahagsleg þróun. Ný tækni getur komið að notum, eins og erfðafræðilega breytt korn sem þrífst í þurri jörð eða nýjar aðferðir við áveitur eða geymslu vatns. Það vantar fé til að leggja nýja vegi og fjarskiptabúnað svo ekki sé minnst á heilsugæslu, menntun og hreinlæti. Alþjóðasamfélagið ætti að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að skipuleggja átak í þessum efnum með ríkisstjórn Súdans sem er gestgjafi hinna fjölmörgu alþjóðlegu hjálparsamtaka og óháðra félagasamtaka sem unnið hafa hetjudáðir í Darfur. Þetta á ekki eingöngu við um Darfur. Jeffrey Sachs, hagfræðingur við Columbia-háskóla í New York og einn helsti ráðgjafi minn, bendir á að rekja megi vígöldina í Sómalíu til álíka hættulegrar blöndu af óvissu framboði matvæla og vatns. Sama máli gegnir um Fílabeinsströndina, og Burkina Faso.Slík vandamál munu skjóta upp kollinum víðar í veröldinni og þær lausnir sem við finnum í Darfur geta orðið fyrirmynd annars staðar. Við höfum náð hægum en stöðugum árangri á síðustu vikum og mánuðum. Íbúar Darfur hafa þjáðst of mikið, of lengi. Nú getum við snúið okkur fyrir alvöru að því að ráðast að rótum vandans. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir næstum tveimur vikum hitti ég leiðtoga iðnríkjanna átta á árlegum fundi í Heiligendamm í Þýskalandi. Markmiðið var að ná samkomulagi um loftslagsbreytingar. Og það tókst: samkomulag náðist um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir árið 2050. Mér var það sérstök ánægja að samið verður um markmið og leiðir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ég tel að það sé mikilvægt í því skyni að að allir leggist á eitt í þessu átaki. Vikuna á eftir beindist kastljós alþjóðamála að öðru viðfangsefni. Staðfesta og þolinmæði í diplómatískum umleitunum skiluðu árangri sem á yfirborðinu kann að virðast lítilvægur en kann að verða þungur á metunum í viðleitninni við að bjarga mannslífum. Þessi diplómatíski sigur var sá að Omar al-Bashir, forseti Súdans samþykkti loksins áætlun um sameiginlega friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins í Súdan. Þetta samkomulag er mér sérstaklega kært því ég hef lýst yfir að Darfur sé forgangsmál í mínu starfi og hef í kyrrþey tekið mörg lítil skref í þessa átt.Þurrkar leiða til ágreiningsSumum kann að þykja það liggja í augum uppi að hér séu á ferðinni tvö aðskilin mál. En í raun eru þau tengd. Fyrir tveimur áratugum tóku rigningar í suður Súdan að bresta. Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna hefur meðal úrkoma minnkað um fjörutíu af hundraði frá því í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Vísindamenn héldu í fyrstu að þetta væri duttlungum náttúrunnar að kenna. En rannsóknir hafa leitt í ljós í kjölfarið að samhengi var á milli þurrkanna og hlýnunar sjávar í Indlandshafi sem raskað hafa monsúntímanum. Þetta bendir til þess að þurrkana í Afríku sunnan Sahara megi, að vissu marki, rekja til hlýnunar jarðar af mannavöldum. Það er engin tilviljun að ofbeldisöldunni í Darfur var hrundið af stað á þurrkatímum. Fram að þeim tíma höfðu arabískir hirðingjar lifað í sátt og samlyndi með bændum sem ræktuðu sitt land. Stephan Faris greinir frá því í nýlegri grein í Atlantic Monthly að svartir bændur hefðu látið sér vel líka að hirðingjar færu um lönd þeirra, settu úfalda sína á beit og nýttu sér brunna. Þegar rigningarnar brugðust, tóku bændur að girða lönd sína af ótta við átroðning hjarðanna. Í fyrsta skipti í manna minnum var ekki lengur nóg að bíta og brenna handa öllum vegna skorts á vatni. Bardagar brutust út. Árið 2003 hófst sá harmleikur sem við þekkjum í dag. Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna mun stemma stigum við ofbeldisverkum og greiða fyrir því að mannúðaraðstoð komist til skila og þannig bjarga mörgum mannslífum. Engu að síður er það eingöngu fyrsta skrefið, eins og ég lagði áherslu á við félaga mína á leiðtogafundinum í Þýskalandi.Friður í Darfur verður að byggja á lausnum sem ná til róta vandans og hann er sá að það er ekki lengur nægilegt landrými fyrir alla.Ráðumst að rótum vandansPólítískrar lausnar er þörf en þegar upp er staðið verður vandi Darfur ekki leystur nema til komi varanleg efnahagsleg þróun. Ný tækni getur komið að notum, eins og erfðafræðilega breytt korn sem þrífst í þurri jörð eða nýjar aðferðir við áveitur eða geymslu vatns. Það vantar fé til að leggja nýja vegi og fjarskiptabúnað svo ekki sé minnst á heilsugæslu, menntun og hreinlæti. Alþjóðasamfélagið ætti að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að skipuleggja átak í þessum efnum með ríkisstjórn Súdans sem er gestgjafi hinna fjölmörgu alþjóðlegu hjálparsamtaka og óháðra félagasamtaka sem unnið hafa hetjudáðir í Darfur. Þetta á ekki eingöngu við um Darfur. Jeffrey Sachs, hagfræðingur við Columbia-háskóla í New York og einn helsti ráðgjafi minn, bendir á að rekja megi vígöldina í Sómalíu til álíka hættulegrar blöndu af óvissu framboði matvæla og vatns. Sama máli gegnir um Fílabeinsströndina, og Burkina Faso.Slík vandamál munu skjóta upp kollinum víðar í veröldinni og þær lausnir sem við finnum í Darfur geta orðið fyrirmynd annars staðar. Við höfum náð hægum en stöðugum árangri á síðustu vikum og mánuðum. Íbúar Darfur hafa þjáðst of mikið, of lengi. Nú getum við snúið okkur fyrir alvöru að því að ráðast að rótum vandans. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar