Innlent

Forsetinn ræddi fíkniefnavarnir í Istanbúl

MYND/Hrönn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í morgun ítarlegan fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl í Tyrklandi, og yfirmönnum borgarinnar í félags- og heilbrigðismálum.

Rætt var um barátttuna við fíknefni en Istanbúl er í hópi fimmtán evrópskra borga sem tekið hafa saman höndum um viðamikið forvarnaverkefni sem byggt er á rannsóknum við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og reynslu Reykjavíkurborgar. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni að forseti Íslands sé verndari þessa forvarnaverkefnis og ber það heitið Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum.

Að loknum fundinum heimsótti forsetinn höfuðstöðvar Actavis í Tyrklandi og ræddi við forystumenn í lyfjaiðnaði landsins. Actavis styður þetta samevrópska verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×