Innlent

Vegurinn sem ekki er verið að leggja í Álafosskvos

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Fréttastofu Vísis barst í morgun myndband af fráveituframkvæmdunum í Álafosskvosinni, sem margir íbúar þar vilja reyndar meina að séu vegaframkvæmdir.

Haraldur Sverrissson, formaður Skipulags- og byggingarnefndar í bænum, sagði í samtali við Vísi í gær að vegalagning stæði ekki yfir, eingöngu væri um að ræða fráveituframkvæmdir, enda væru deiliskipulag og umhverfisskýrsla enn í auglýsingu.

Helgafellsvegurinn svokallaði, sem tengja á Helgafellsland við Mosfellsbæ hefur valdið miklum deilum síðustu mánuði. Íbúar í kvosinni eru margir hverjir æfir yfir framkvæmdunum, og segja veginn í raun fullbúinn, aðeins eigi eftir að malbika hann.

Bæjaryfirvöld sögðu á sínum tíma að þær framkvæmdir sem farið var af stað hafi aðeins verið til þess að leggja nauðsynlegar fráveitulagnir vegna fyrirhugaðrar íbúabyggðar í landi Helgafells. Lagnaframkvæmdirnar tengist því ekki vegarlagningunni sérstaklega.

Þann 15. júní síðastliðinn felldi úrskuðarnefnd Skipulags- og byggingarmála í bænum úrskurð vegna framkvæmda við veginn. Þar var kæru íbúanna í Álafosskvos þar sem þeir kröfðust stöðvun á framkvæmdujm við fráveitulagnirnar hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×