Innlent

Hátíðarhöld í blíðviðri

Víðast hvar um landið viðraði vel til hátíðarhalda en í Reykjavík hafa hátíðarhöldin staðið yfir frá því í morgun og halda áfram fram undir miðnætti. Sautjándi júní heilsaði víðast hvar með blíðskaparveðri. Um það bil 20 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í tilefni dagsins.

Fornbílaklúbburinn hélt líka upp á daginn eins og aðrir landsmenn með sinni árlegu bílasýningu á Árbæjarsafni

Sumir höfðu ferðast alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Ísland og undu sér vel þótt þröngt væri í tjaldinu þeirra á tjaldstæðinu í Laugardal.

Á Akureyri var sannkallað KEA veður og allir í sólskinsskapi en mikill mannfjöldi var í bænum þar sem þar standa nú yfir bíladagar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×