Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren sigraði með glæsibrag í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag og saxaði þar með forskot félaga síns Lewis Hamilton niður í tvö stig í keppni ökumanna. Lewis Hamilton lenti í vandræðum og þurfti að sætta sig við að ná ekki á verðlaunapall í sinn á tímabilinu.
Felipe Massa hjá Ferrari náði öðru sætinu og Mark Webber á Red Bull því þriðja. Ausandi rigning var á brautinni í ræsingunni og svo fór að 10 bílar fóru út af brautinni og því þurfti að ræsa upp á nýtt. Lewis Hamilton þurfti að ræsa síðastur eftir að hafa farið út af og náði því ekki í stig í dag.