Innlent

Enn á gjörgæslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Guðmundur Þórir Steinþórsson

Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laust úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild.

Slysið varð með þeim hætti að tveir bílar óku á ofsahraða vestur Geirsgötuna í kappakstri. Lauk akstrinum með því að annar bílanna hafnaði á húsi Hamborgarabúllunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×