Ásælni ríkisstjórnarinnar í þinglýstar jarðir bænda Atli Gíslason skrifar 18. janúar 2007 00:01 Á árinu 1998 setti Alþingi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Tilgangur þjóðlendulaganna var og er að eyða réttaróvissu og koma lögsögu- og skipulagsmálum á hreint á miðhálendinu. Um þetta markmið held ég að flestir geti verið sammála. Lögin eru hins vegar um margt gölluð, meðal annars um þær veigalitlu skorður sem ríkinu eru settar varðandi meðferð og vörslur þjóðlendna. Ríkisstjórnum fyrir hönd ríkisins er í lófa lagið að fórna þjóðlendum á altari áframhaldandi stóriðju- og landeyðingar-stefnu í þágu erlendra auðhringja. Þá skortir á að lögin taki af skarið um réttindi almennings til aðgangs og afnota af þjóðlendum. Margt fleira mætti nefna sem kallar á ítarlegri umfjöllun en stutt blaðagrein leyfir. Framkvæmd laganna hefur verið með nokkrum ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin hefur farið offari í ásælni sinni eftir landsvæðum og jafnvel hafnað þinglýstum heimildum landeigenda eða vefengt þær. Kröfugerð ríkisstjórnar framsóknarsjálfstæðisflokksins hefur auk þess ekki takmarkast við miðhálendið heldur náð til svæða í byggð og til sjávar. Loks hefur kröfugerðarnefnd ríkisstjórnarinnar gert harkalegar sönnunarkröfur til bænda og annarra jarðeigenda og krafist þess að allur minnsti vafi verði túlkaður ríkinu í hag. Svo langt er seilst að ríkisstjórnin virðist ætlast til að landeigendur sanni eignarrétt sinn að landi, landsréttindum og hlunnindum jafnvel þótt staðfest landamerki liggi fyrir. Þannig var fyrstu kröfugerð og málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar gagnvart jörðum í Árnessýslu háttað. Þeim ofurásælniskröfum ríkisstjórnarinnar hafnaði Hæstiréttur. Þrátt fyrir það hefur framsóknarsjálfstæðis ríkisstjórnin höggvið í sama knérunn og opinberað harðan ásetning sinn í málinu. Harðdrægni ríkisstjórnarinnar er slík, að fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, gerir kröfu til þess að fá til baka landsvæði sem ríkið seldi einstaklingum seint á nítjándu öldinni og á þeirri tuttugustu. Nú síðast beinir ríkisstjórnin ofurkröfum sínum að jörðinni Reykjahlíð í Mývatnssveit og virðist ætla sér að eyða þeirri viðurkenndu söguskoðun að jörðin sé sú landmesta á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin er sökuð um mannréttindabrot. Því fer fjarri að þjóðlendulögin áskilji að ríkisstjórnin fari fram með því offorsi sem raun ber vitni. Þvert á móti er ríkisstjórninni skylt að gæta meðalhófs, sýna sanngirni og starfa í anda góðra stjórnsýsluhátta. Hér þarf ekki lagabreytingu til, eingöngu breytta ríkisstjórnarstefnu, að fjármálaráðherra gefi kröfugerðarnefnd sinni fyrirmæli um að gæta hófs og virða þinglýstar eignarheimildir og staðfest landamerki og túlka vafa landeigendum í hag. Og tryggi að bændur og aðrir jarðeigendur verði ekki fyrir fjárhagslegum skakkaföllum, eins og raunin hefur orðið, þegar ríkisstjórnin sækir að þeim með ofurefli og illa ígrunduðum málatilbúnaði þvert á það sem talinn var tilgangur þjóðlendulaga. Það er einnig rétt að halda því til haga að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir þegar á árinu 2000 að kröfugerðarnefnd fjármálaráðherra hafi gengið í allt aðra átt en ætlunin var með lögunum og ekki hafi verið unnið í anda þeirra. Landbúnaðarráðherra hefur annað hvort verið borinn ofurliði annarra ráðherra eða engar aðgerðir hafa fylgt orðum hans og fleiri stjórnarliða. Málið kallar á öflugt brautargengi VG í komandi alþingiskosningum og stjórnarskipti. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi við alþingiskosningarnar vorið 2007. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á árinu 1998 setti Alþingi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Tilgangur þjóðlendulaganna var og er að eyða réttaróvissu og koma lögsögu- og skipulagsmálum á hreint á miðhálendinu. Um þetta markmið held ég að flestir geti verið sammála. Lögin eru hins vegar um margt gölluð, meðal annars um þær veigalitlu skorður sem ríkinu eru settar varðandi meðferð og vörslur þjóðlendna. Ríkisstjórnum fyrir hönd ríkisins er í lófa lagið að fórna þjóðlendum á altari áframhaldandi stóriðju- og landeyðingar-stefnu í þágu erlendra auðhringja. Þá skortir á að lögin taki af skarið um réttindi almennings til aðgangs og afnota af þjóðlendum. Margt fleira mætti nefna sem kallar á ítarlegri umfjöllun en stutt blaðagrein leyfir. Framkvæmd laganna hefur verið með nokkrum ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin hefur farið offari í ásælni sinni eftir landsvæðum og jafnvel hafnað þinglýstum heimildum landeigenda eða vefengt þær. Kröfugerð ríkisstjórnar framsóknarsjálfstæðisflokksins hefur auk þess ekki takmarkast við miðhálendið heldur náð til svæða í byggð og til sjávar. Loks hefur kröfugerðarnefnd ríkisstjórnarinnar gert harkalegar sönnunarkröfur til bænda og annarra jarðeigenda og krafist þess að allur minnsti vafi verði túlkaður ríkinu í hag. Svo langt er seilst að ríkisstjórnin virðist ætlast til að landeigendur sanni eignarrétt sinn að landi, landsréttindum og hlunnindum jafnvel þótt staðfest landamerki liggi fyrir. Þannig var fyrstu kröfugerð og málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar gagnvart jörðum í Árnessýslu háttað. Þeim ofurásælniskröfum ríkisstjórnarinnar hafnaði Hæstiréttur. Þrátt fyrir það hefur framsóknarsjálfstæðis ríkisstjórnin höggvið í sama knérunn og opinberað harðan ásetning sinn í málinu. Harðdrægni ríkisstjórnarinnar er slík, að fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, gerir kröfu til þess að fá til baka landsvæði sem ríkið seldi einstaklingum seint á nítjándu öldinni og á þeirri tuttugustu. Nú síðast beinir ríkisstjórnin ofurkröfum sínum að jörðinni Reykjahlíð í Mývatnssveit og virðist ætla sér að eyða þeirri viðurkenndu söguskoðun að jörðin sé sú landmesta á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin er sökuð um mannréttindabrot. Því fer fjarri að þjóðlendulögin áskilji að ríkisstjórnin fari fram með því offorsi sem raun ber vitni. Þvert á móti er ríkisstjórninni skylt að gæta meðalhófs, sýna sanngirni og starfa í anda góðra stjórnsýsluhátta. Hér þarf ekki lagabreytingu til, eingöngu breytta ríkisstjórnarstefnu, að fjármálaráðherra gefi kröfugerðarnefnd sinni fyrirmæli um að gæta hófs og virða þinglýstar eignarheimildir og staðfest landamerki og túlka vafa landeigendum í hag. Og tryggi að bændur og aðrir jarðeigendur verði ekki fyrir fjárhagslegum skakkaföllum, eins og raunin hefur orðið, þegar ríkisstjórnin sækir að þeim með ofurefli og illa ígrunduðum málatilbúnaði þvert á það sem talinn var tilgangur þjóðlendulaga. Það er einnig rétt að halda því til haga að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir þegar á árinu 2000 að kröfugerðarnefnd fjármálaráðherra hafi gengið í allt aðra átt en ætlunin var með lögunum og ekki hafi verið unnið í anda þeirra. Landbúnaðarráðherra hefur annað hvort verið borinn ofurliði annarra ráðherra eða engar aðgerðir hafa fylgt orðum hans og fleiri stjórnarliða. Málið kallar á öflugt brautargengi VG í komandi alþingiskosningum og stjórnarskipti. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi við alþingiskosningarnar vorið 2007.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun