Youtube-myndband gæti orðið Hamilton að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 09:35 Lewis Hamilton á æfingu í Kína í morgun. Nordic Photos / Getty Images Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig. Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig.
Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira