Ragnar í Bocuse d‘Or 12. júlí 2007 09:15 Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse D‘Or. MYND/Anton Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið
Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið