Víxlverkun Kína og Bandaríkjanna nærir hagkerfi heimsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. maí 2007 07:00 Prófessor Videla þykir lifandi og skemmtilegur fyrirlesari sem kryddar greiningu sína á ástandi mála gjarnan með skemmtisögum og útúrdúrum sem ekki verður komið fyrir í endursögnum blaða. MYND/GVA Um nokkurt skeið hafa horfur í efnahagsbúskap heimsins verið hagstæðar Íslendingum. Er þar hægt að horfa til lágra heimsvaxta, hækkunar hlutabréfa og fasteigna á heimsvísu, til viðskiptahalla í Bandaríkjunum, viðskiptaafgangs í Asíu, hækkunar á hrávörumörkuðum og lækkunar á verði iðnaðarvöru. Á ráðstefnu Kaupþings fyrir helgi var velt upp þeirri spurningu hvort þessi staða gæti fallið undir skilgreininguna á stöðugleika og eins hvert efnahagur heimsins stefndi. Fram kom að ekki væri hægt að gera ráð fyrir viðlíka uppgangi í heimshagkerfinu og síðustu fjögur ár þótt áfram væru horfur nokkuð góðar. Til að svara spurningunni var kallaður til Dr. Pedro Videla, en hann er prófessor í hagfræði við Roosevelt University í Chicago í Bandaríkjunum og við Universidad Adolfo Ibánez í Chile. Hann kennir einnig við IESE-viðskiptaskólann í Barcelona á Spáni og er hingað kominn á vegum MBA-náms Háskólans í Reykjavík. Videla er með doktorspróf í hagfræði frá Chicago-háskóla með áherslu á þjóðhagfræði, alþjóðahagfræði og nýmarkaðsríki. Auk kennslu og rannsókna stundar hann margvísleg ráðgjafarstörf, hefur komið að verkefnum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), Alþjóðabankana og fleiri, ásamt því sem hann er eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Vinsældir hans bæði sem kennara og fyrirlesara felast ef til vill ekki síst í hæfileika hans til að setja á skýran og einfaldan hátt fram jafnflókið viðfangsefni og alþjóðahagfræði. Hann sló reyndar þann varnagla strax í upphafi fyrirlesturs síns að hann væri í þann mund að draga upp mjög einfaldaða mynd af þeim öflum sem áhrif hefðu á hagkerfi heimsins. Víxlverkan Kína og BandaríkjannaNokkur fjöldi fólks sótti morgunverðarráðstefnu Kaupþings síðasta föstudag sem haldin var undir yfirskriftinni „Horfur í heiminum“. MYND/GVA Árin 2004 til 2006 eru eitthvað mesta góðærisskeið sem heimshagkerfið hefur gengið í gegn um síðastliðna þrjá áratugi, allt frá árinu 1973 þegar almennt var tekið upp fljótandi gengi gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadal og gullfótur aflagður, að sögn Pedros Videla. Hann segir viðlíka vöxt aldrei hafa áður sést síðan hafin var gagnaöflun frá öllum heimshornum. „Eftir seinni heimsstyrjöldina kom mikið vaxtartímabil, en við höfum ekki gögn til að byggja á frá öllum löndum frá þeim tíma." „Hagvöxtur hefur verið gríðarlegur í heiminum síðustu ár, en af hverju er það svo?" spurði hann í þéttsetnum ráðstefnusal á Hótel Sögu og svaraði sjálfur með því að drifvélar hagsveiflunnar í heiminum séu tvær. „Þessi mynd skýrist þegar horft er á hvaða lönd leggja mest af mörkum til hagvaxtar í heiminum. Önnur er Bandaríkin og hin er Kína," segir hann, en bendir um leið á að þótt hlutur Evrópu hafi ekki verið stór í þessu fari sá hlutur vaxandi. „Vöxtur Kína og Bandaríkjanna er hins vegar tengdur. Kína vex nefnilega með útflutningi varnings. Og hvert flytur Kína út megnið af sínum vörum? Til Bandaríkjanna!" Þannig segir Videla að Bandaríkjamenn sendi peninga til Kína, sem svo láni Bandaríkjunum peninga, til þess að þeir geti haldið áfram að kaupa. „Og þetta er fremur varasöm hringrás," bætir hann við og bendir á að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé mestanpart neysludrifinn. „Neysla heimilanna er á bak við 70 prósent hagvaxtar þar í landi. Þannig að haldi Ameríkanar ekki áfram neysluháttum sínum er vandi á ferðum því að Bandaríkin standa að baki þrjátíu prósentum hagvaxtar í heiminum." Af þessu segir Videla leiða að bandarísk heimili standi undir fimmtungi hagvaxtar í heiminum. Evrusvæðið segir Pedro Videla svo að sé í hægu bataferli með vaxandi hagvexti, en Japanir reyni í óða önn „munn við munn aðferðina" til að blása lífi í eigið hagkerfi. Þar hafi stýrivextir verið settir í núll án þess að það hefði nokkur áhrif. „Síðan er gífurlegur vöxtur í nýjum hagkerfum svo sem í Indlandi og Kína. Í Kína er vöxturinn yfir 10 prósent, þótt þeir haldi því fram að vöxturinn sé bara ríflega níu prósent, en við vitum ekki hversu vel er hægt að halda þeim vexti við." Videla segir að enn njóti í heiminum áhrifa af aðgerðum sem gripið var til í kjölfar niðursveiflunnar í heimshagkerfinu árið 2001 þegar netbólan sprakk. Gífurlegar fjárhæðir hafi gufað upp þegar hlutabréf féllu í verði og neytendur haldið að sér höndum. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu." Til þess að koma hagkerfinu af stað aftur segir Videla að stýrivextir hafi verið keyrðir niður „og fólk þar með laðað aftur inn í verslanamiðstöðvarnar". Seðlabanki Evrópu segir hann svo að hafi farið nokkurn veginn sömu leið. Í Japan, þar sem meðalaldur er hæstur í heiminum, gengu hins vegar ekki eftir aðgerðir seðlabankans þrátt fyrir niðurkeyrslu stýrivaxta. Þar hafi lífeyriskerfi hrunið og í stað þess að nota peninga stingi fólk þeim almennt undir dýnuna hjá sér og vantreysti fjármálastofnunum. „Hins vegar er gífurlegt magn af peningum í umferð í heiminum og einhver kynni að spyrja þeirrar spurningar af hverju verðbólga sé ekki meiri. Hún er hins vegar til staðar þótt varningur hafi ekki hækkað í verði. Þetta er spurning um hvar maður mælir því eignaverð hefur rokið upp." Mjúk lending í spilunumNúna segir Pedro Videla að sjá megi merki um kólnun í hagkerfi heimsins. „Við erum í aðlögunarferli, í tímabili mjúkrar lendingar. Fram til þessa hafa mjúkar lendingar gengið eftir vegna þess að þótt neysla dragist saman í Bandaríkjunum er samdrátturinn ekki slíkur að hann hafi kreppuáhrif." Videla bendir einnig á að eftir kreppuna 2001 í kjölfar netbólunnar og hryðjuverkaárásanna 11. september hafi einnig verið gripið til annarra ráða en lækkunar stýrivaxta í Bandaríkjunum því skattar hafi verið lækkaðir stórlega. „Þar er hins vegar komin helsta ástæðan fyrir viðskiptahalla Bandaríkjanna," segir hann og bætir við að kostnaður vegna stríðsreksturs Bandaríkjanna vegi ekki nærri jafnþungt. „Árið 2006 nam viðskiptahalli Bandaríkjanna 805 milljörðum Bandaríkjadala. Önnur lönd heimsins, það er að segja þau sem ekki glíma sjálf við viðskiptahalla, Asíuríkin og olíuframleiðsluríkin lána Bandaríkjunum þrjá milljarða Bandaríkjadala á degi hverjum. Allt til þess að bandarískir neytendur geti haldið áfram að kaupa." Hann segir vandann endurspeglast í hversu lengi hægt verði að viðhalda þessari hringrás því „hagkerfi heimsins fljúgi á einum hreyfli. Hreyfillinn er Bandaríkin og hann er fjármagnaður af Kína." Lausnina á þessum vanda segir Videla hins vegar liggja í umskiptum í neysluhegðun heimsins, sem forðað geti heimskreppu ef illa fer í Bandaríkjunum. „Ef Bandaríkjamenn draga úr neyslu sinni standa vonir til að Kínverjar og Indverjar taki við sér." Annan vanda segir hann þó felast í því hversu Kína og Indland hafa sankað að sér Bandaríkjadölum því ákveði löndin að færa sig frá dollaranum komi hann til með að veikjast gífurlega og það hafi áhrif um heim allan um leið og seðlabanki Bandaríkjanna reyni að verja gengið með því að keyra upp vexti. Videla segir hins vegar að í nánustu framtíð sé fyrirséður áframhaldandi vöxtur þótt hann hægi á sér og verði mismikill á milli landa. „Húsnæðisverðbólgubólan er að hjaðna án þess að bresta og vaxandi viðskiptahalli í Bandaríkjunum á sjálfsagt eftir að hafa einhver áhrif á gengi dalsins, en erfitt er þar um að spá. Nákvæmasta spáin er sjálfsagt að gengi dollars eigi eftir að sveiflast," segir hann kankvís. „En þessi spá um mjúka lendingu gerir hins vegar ekki ráð fyrir neinum áföllum á borð við hryðjuverkaárásir, eða miklar hækkanir á olíuverði eða öðru slíku. Enn er bjart framundan, en þó ekki jafnbjart og var árið 2006. Síðustu þrjú ár hafa verið einstaklega góð, en nú er hafið aðlögunarferli að meira jafnvægi." Fréttaskýringar Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Um nokkurt skeið hafa horfur í efnahagsbúskap heimsins verið hagstæðar Íslendingum. Er þar hægt að horfa til lágra heimsvaxta, hækkunar hlutabréfa og fasteigna á heimsvísu, til viðskiptahalla í Bandaríkjunum, viðskiptaafgangs í Asíu, hækkunar á hrávörumörkuðum og lækkunar á verði iðnaðarvöru. Á ráðstefnu Kaupþings fyrir helgi var velt upp þeirri spurningu hvort þessi staða gæti fallið undir skilgreininguna á stöðugleika og eins hvert efnahagur heimsins stefndi. Fram kom að ekki væri hægt að gera ráð fyrir viðlíka uppgangi í heimshagkerfinu og síðustu fjögur ár þótt áfram væru horfur nokkuð góðar. Til að svara spurningunni var kallaður til Dr. Pedro Videla, en hann er prófessor í hagfræði við Roosevelt University í Chicago í Bandaríkjunum og við Universidad Adolfo Ibánez í Chile. Hann kennir einnig við IESE-viðskiptaskólann í Barcelona á Spáni og er hingað kominn á vegum MBA-náms Háskólans í Reykjavík. Videla er með doktorspróf í hagfræði frá Chicago-háskóla með áherslu á þjóðhagfræði, alþjóðahagfræði og nýmarkaðsríki. Auk kennslu og rannsókna stundar hann margvísleg ráðgjafarstörf, hefur komið að verkefnum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), Alþjóðabankana og fleiri, ásamt því sem hann er eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Vinsældir hans bæði sem kennara og fyrirlesara felast ef til vill ekki síst í hæfileika hans til að setja á skýran og einfaldan hátt fram jafnflókið viðfangsefni og alþjóðahagfræði. Hann sló reyndar þann varnagla strax í upphafi fyrirlesturs síns að hann væri í þann mund að draga upp mjög einfaldaða mynd af þeim öflum sem áhrif hefðu á hagkerfi heimsins. Víxlverkan Kína og BandaríkjannaNokkur fjöldi fólks sótti morgunverðarráðstefnu Kaupþings síðasta föstudag sem haldin var undir yfirskriftinni „Horfur í heiminum“. MYND/GVA Árin 2004 til 2006 eru eitthvað mesta góðærisskeið sem heimshagkerfið hefur gengið í gegn um síðastliðna þrjá áratugi, allt frá árinu 1973 þegar almennt var tekið upp fljótandi gengi gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadal og gullfótur aflagður, að sögn Pedros Videla. Hann segir viðlíka vöxt aldrei hafa áður sést síðan hafin var gagnaöflun frá öllum heimshornum. „Eftir seinni heimsstyrjöldina kom mikið vaxtartímabil, en við höfum ekki gögn til að byggja á frá öllum löndum frá þeim tíma." „Hagvöxtur hefur verið gríðarlegur í heiminum síðustu ár, en af hverju er það svo?" spurði hann í þéttsetnum ráðstefnusal á Hótel Sögu og svaraði sjálfur með því að drifvélar hagsveiflunnar í heiminum séu tvær. „Þessi mynd skýrist þegar horft er á hvaða lönd leggja mest af mörkum til hagvaxtar í heiminum. Önnur er Bandaríkin og hin er Kína," segir hann, en bendir um leið á að þótt hlutur Evrópu hafi ekki verið stór í þessu fari sá hlutur vaxandi. „Vöxtur Kína og Bandaríkjanna er hins vegar tengdur. Kína vex nefnilega með útflutningi varnings. Og hvert flytur Kína út megnið af sínum vörum? Til Bandaríkjanna!" Þannig segir Videla að Bandaríkjamenn sendi peninga til Kína, sem svo láni Bandaríkjunum peninga, til þess að þeir geti haldið áfram að kaupa. „Og þetta er fremur varasöm hringrás," bætir hann við og bendir á að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé mestanpart neysludrifinn. „Neysla heimilanna er á bak við 70 prósent hagvaxtar þar í landi. Þannig að haldi Ameríkanar ekki áfram neysluháttum sínum er vandi á ferðum því að Bandaríkin standa að baki þrjátíu prósentum hagvaxtar í heiminum." Af þessu segir Videla leiða að bandarísk heimili standi undir fimmtungi hagvaxtar í heiminum. Evrusvæðið segir Pedro Videla svo að sé í hægu bataferli með vaxandi hagvexti, en Japanir reyni í óða önn „munn við munn aðferðina" til að blása lífi í eigið hagkerfi. Þar hafi stýrivextir verið settir í núll án þess að það hefði nokkur áhrif. „Síðan er gífurlegur vöxtur í nýjum hagkerfum svo sem í Indlandi og Kína. Í Kína er vöxturinn yfir 10 prósent, þótt þeir haldi því fram að vöxturinn sé bara ríflega níu prósent, en við vitum ekki hversu vel er hægt að halda þeim vexti við." Videla segir að enn njóti í heiminum áhrifa af aðgerðum sem gripið var til í kjölfar niðursveiflunnar í heimshagkerfinu árið 2001 þegar netbólan sprakk. Gífurlegar fjárhæðir hafi gufað upp þegar hlutabréf féllu í verði og neytendur haldið að sér höndum. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu." Til þess að koma hagkerfinu af stað aftur segir Videla að stýrivextir hafi verið keyrðir niður „og fólk þar með laðað aftur inn í verslanamiðstöðvarnar". Seðlabanki Evrópu segir hann svo að hafi farið nokkurn veginn sömu leið. Í Japan, þar sem meðalaldur er hæstur í heiminum, gengu hins vegar ekki eftir aðgerðir seðlabankans þrátt fyrir niðurkeyrslu stýrivaxta. Þar hafi lífeyriskerfi hrunið og í stað þess að nota peninga stingi fólk þeim almennt undir dýnuna hjá sér og vantreysti fjármálastofnunum. „Hins vegar er gífurlegt magn af peningum í umferð í heiminum og einhver kynni að spyrja þeirrar spurningar af hverju verðbólga sé ekki meiri. Hún er hins vegar til staðar þótt varningur hafi ekki hækkað í verði. Þetta er spurning um hvar maður mælir því eignaverð hefur rokið upp." Mjúk lending í spilunumNúna segir Pedro Videla að sjá megi merki um kólnun í hagkerfi heimsins. „Við erum í aðlögunarferli, í tímabili mjúkrar lendingar. Fram til þessa hafa mjúkar lendingar gengið eftir vegna þess að þótt neysla dragist saman í Bandaríkjunum er samdrátturinn ekki slíkur að hann hafi kreppuáhrif." Videla bendir einnig á að eftir kreppuna 2001 í kjölfar netbólunnar og hryðjuverkaárásanna 11. september hafi einnig verið gripið til annarra ráða en lækkunar stýrivaxta í Bandaríkjunum því skattar hafi verið lækkaðir stórlega. „Þar er hins vegar komin helsta ástæðan fyrir viðskiptahalla Bandaríkjanna," segir hann og bætir við að kostnaður vegna stríðsreksturs Bandaríkjanna vegi ekki nærri jafnþungt. „Árið 2006 nam viðskiptahalli Bandaríkjanna 805 milljörðum Bandaríkjadala. Önnur lönd heimsins, það er að segja þau sem ekki glíma sjálf við viðskiptahalla, Asíuríkin og olíuframleiðsluríkin lána Bandaríkjunum þrjá milljarða Bandaríkjadala á degi hverjum. Allt til þess að bandarískir neytendur geti haldið áfram að kaupa." Hann segir vandann endurspeglast í hversu lengi hægt verði að viðhalda þessari hringrás því „hagkerfi heimsins fljúgi á einum hreyfli. Hreyfillinn er Bandaríkin og hann er fjármagnaður af Kína." Lausnina á þessum vanda segir Videla hins vegar liggja í umskiptum í neysluhegðun heimsins, sem forðað geti heimskreppu ef illa fer í Bandaríkjunum. „Ef Bandaríkjamenn draga úr neyslu sinni standa vonir til að Kínverjar og Indverjar taki við sér." Annan vanda segir hann þó felast í því hversu Kína og Indland hafa sankað að sér Bandaríkjadölum því ákveði löndin að færa sig frá dollaranum komi hann til með að veikjast gífurlega og það hafi áhrif um heim allan um leið og seðlabanki Bandaríkjanna reyni að verja gengið með því að keyra upp vexti. Videla segir hins vegar að í nánustu framtíð sé fyrirséður áframhaldandi vöxtur þótt hann hægi á sér og verði mismikill á milli landa. „Húsnæðisverðbólgubólan er að hjaðna án þess að bresta og vaxandi viðskiptahalli í Bandaríkjunum á sjálfsagt eftir að hafa einhver áhrif á gengi dalsins, en erfitt er þar um að spá. Nákvæmasta spáin er sjálfsagt að gengi dollars eigi eftir að sveiflast," segir hann kankvís. „En þessi spá um mjúka lendingu gerir hins vegar ekki ráð fyrir neinum áföllum á borð við hryðjuverkaárásir, eða miklar hækkanir á olíuverði eða öðru slíku. Enn er bjart framundan, en þó ekki jafnbjart og var árið 2006. Síðustu þrjú ár hafa verið einstaklega góð, en nú er hafið aðlögunarferli að meira jafnvægi."
Fréttaskýringar Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent