Lífið

Oliver lét Kylie róa símleiðis

Þegar allt lék í lyndi. Kylie og Olivier á ljúfri stund þegar lífið lék við þau.
Þegar allt lék í lyndi. Kylie og Olivier á ljúfri stund þegar lífið lék við þau.

Leikarinn og hjartaknúsarinn Olivier Martinez lét poppstjörnuna Kylie Minogue róa á föstudaginn. Kylie og Olivier höfðu verið saman í fjögur ár en hann mun hafa sagt söngkonunni upp símleiðis en hún er stödd í Mexíkó.

Aðeins nokkrum stundum síðar sást hann í fylgd með óþekktri dökkhærðri konu og vörðu þau víst nóttinni saman. Sjónarvottur sagði breska dagblaðinu Sunday Mirror að það hefði ekki verið að sjá að Martinez væri nýhættur með stóru ástinni sinni.

„Ung og falleg kona stökk upp í bílinn hans og þau þeystu af stað, bæði pollróleg og sæl á svip.“

Skötuhjúin fyrrverandi gáfu út fréttatilkynningu á föstudag þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið en þar sagði enn fremur að ákvörðunin um að láta leiðir skilja hefði verið gagnkvæm og þau yrðu áfram góðir vinir.

Martinez hefur verið orðaður við aðrar konur síðan í desember þegar hann sást með ísraelska módelinu Sarai Givaty og leikkonunni Michelle Rodriguez en í tilkynningunni segir að orðrómur um framhjáhald sé úr lausu lofti gripinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.