Lífið

Rómantísk helgi

Owen Wilson og Kate Hudson áttu saman rómantíska helgi.
Owen Wilson og Kate Hudson áttu saman rómantíska helgi. MYND/Getty

Owen Wilson flaug til Ástralíu á Valentínusardaginn þar sem hann kom Kate Hudson á óvart. Leikararnir kunnu, sem halda því fram að þau séu ekki par, eyddu svo helginni saman á glæsihóteli. Skötuhjúin sáust saman í hjólreiðatúr um helgina auk þess sem þau fóru á forsýningu á nýjustu mynd Kate, Fool‘s Gold.

„Þau leiddust og virtust mjög ánægð þar til þau uppgötvuðu að ljósmyndari var að fylgjast með þeim,“ sagði heimildarmaður Daily Telegraph í Ástralíu. Hermt er að Wilson hafi hrint ljósmyndara frá þeim þegar þau komu út úr kvikmyndahúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.