Kjaramál kennara ekki mál ríkisstjórnar? 20. febrúar 2007 05:00 Fréttir bárust af því að stjórnarandstaðan hefði á Alþingi þann 14. febrúar reynt að fá svör frá ríkisstjórninni hvort hún hygðist beita sér eða gera eitthvað í kjaramálum kennara. Björgvin G. Sigurðsson benti á að undiralda væri meðal kennara í grunnskólum enda ekki verið að koma til móts við þá samkvæmt kjarasamningi. Svörin voru skýr. Nei, þetta kemur okkur ekki við, þetta eru málefni sveitarfélaganna og launanefndar þeirra. Hæstvirtur forsætisráðherra Geir H. Haarde svaraði að því er mér fannst með hroka og bar ekki mikla virðingu fyrir þingmönnum sem léðu máls á því að um sinnuleysi af hálfu stjórnvalda væri að ræða. Ég vil benda kennurum á að það eru kosningar í vor. Þá göngum við að kjörklefunum og kjósum okkur nýja ríkisstjórn. Hvort það verði áfram ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðismanna skal ósagt látið. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá, eins og segir í texta Greifanna, að þessi mál okkar kennara koma ríkisstjórninni við. Menntamálaráðherra er æðsti yfirmaður menntamála, og eins og alþjóð veit fylgdi alltof lítið fé til sveitarfélaganna þegar grunnskólarnir voru fluttir þangað. Klárlega eru sveitarfélögin viðsemjendur grunnskólakennara, og víst er að þau hafa launanefnd sveitarfélaganna sem hlífðarskjöld og hver sveitarstjórnarmaðurinn á fætur öðrum ber við að þetta sé ekki í þeirra höndum því launanefndin fari með umboðið. Gleymum ekki að í nóvember 2004 þegar kennarar voru búnir að vera í löngu og ströngu verkfalli þá kom háttvirt ríkisstjórnin og var tilbúin að skera sveitarfélögin úr snörunni sem þau höfðu komið sér í. Þá voru sett lög á verkfall kennara. Það er sama ríkisstjórnin sem þá gat komið að málefnum grunnskólakennara og getur það ekki núna, því eins og allir vita þá eru launamál grunnskólakennara málefni sveitarfélaganna og launanefndar þeirra. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir bárust af því að stjórnarandstaðan hefði á Alþingi þann 14. febrúar reynt að fá svör frá ríkisstjórninni hvort hún hygðist beita sér eða gera eitthvað í kjaramálum kennara. Björgvin G. Sigurðsson benti á að undiralda væri meðal kennara í grunnskólum enda ekki verið að koma til móts við þá samkvæmt kjarasamningi. Svörin voru skýr. Nei, þetta kemur okkur ekki við, þetta eru málefni sveitarfélaganna og launanefndar þeirra. Hæstvirtur forsætisráðherra Geir H. Haarde svaraði að því er mér fannst með hroka og bar ekki mikla virðingu fyrir þingmönnum sem léðu máls á því að um sinnuleysi af hálfu stjórnvalda væri að ræða. Ég vil benda kennurum á að það eru kosningar í vor. Þá göngum við að kjörklefunum og kjósum okkur nýja ríkisstjórn. Hvort það verði áfram ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðismanna skal ósagt látið. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá, eins og segir í texta Greifanna, að þessi mál okkar kennara koma ríkisstjórninni við. Menntamálaráðherra er æðsti yfirmaður menntamála, og eins og alþjóð veit fylgdi alltof lítið fé til sveitarfélaganna þegar grunnskólarnir voru fluttir þangað. Klárlega eru sveitarfélögin viðsemjendur grunnskólakennara, og víst er að þau hafa launanefnd sveitarfélaganna sem hlífðarskjöld og hver sveitarstjórnarmaðurinn á fætur öðrum ber við að þetta sé ekki í þeirra höndum því launanefndin fari með umboðið. Gleymum ekki að í nóvember 2004 þegar kennarar voru búnir að vera í löngu og ströngu verkfalli þá kom háttvirt ríkisstjórnin og var tilbúin að skera sveitarfélögin úr snörunni sem þau höfðu komið sér í. Þá voru sett lög á verkfall kennara. Það er sama ríkisstjórnin sem þá gat komið að málefnum grunnskólakennara og getur það ekki núna, því eins og allir vita þá eru launamál grunnskólakennara málefni sveitarfélaganna og launanefndar þeirra. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar