Viðskipti erlent

Eldpipar í fornum réttum frumbyggja

eldheitur Chili-pipar Fornleifafræðingar segja sögu hins rótsterka chili-pipars 1.000 árum lengri en áður var talið.
eldheitur Chili-pipar Fornleifafræðingar segja sögu hins rótsterka chili-pipars 1.000 árum lengri en áður var talið.

Fimmtán fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Kanada, sem rannsakað hafa íverustaði frumbyggja í Mið-Ameríku á vegum bandarísku Smithsonian-stofnunarinnar, segja margt benda til að fornar menningarþjóðir syðra hafi ræktað chili, eða eldpipar, sem þeir skáru niður og krydduðu mat sinn með fyrir allt að 6.100 árum.

Sé þetta raunin hófst saga eld-piparsins 1.000 árum fyrr en áður var talið.

Fornleifafræðingarnir birtu niðurstöður rannsókna sinna í bandaríska vísindatímaritinu Science í síðustu viku um þetta elsta krydd í veröldinni.

Að sögn vísindamannanna á talsvert meira eftir að rannsaka mataræði fornra menn-ingarþjóða grundvallað á þessari þekkingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×