Viðskipti erlent

Útilokar tryggingakaup

Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, telur ólíklegt að fyrirtækið ráðist í kaup á öðru fjármálaþjónustufyrirtæki sem er með puttana í tryggingageiranum, svo sem skaða- og líftryggingum, og fjárfestingabankastarfsemi á borð við eignastýringu, verðbréfaviðskipti og eigna- og sjóða­stýringu. Þetta segir hann í viðtali við alþjóðaútgáfu Helsingin Sanomat.

Annars vegar eru lítil samlegðaráhrif með líftryggingafélögum og hins vegar er Sampo nú þegar stærsta vátryggingafélagið í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. „Dönsk vátryggingafélög eru of dýr,“ segir Björn.

Að hans mati er líklegast að Sampo, sem hefur gríðarlegt reiðufé milli handanna, færi sig inn í bankageirann. Vitað er um áhuga Sampo á Nordea og hugsanlega á öðrum sænskum bönkum. Blaðamaður veltir einnig upp þeim möguleika að íslenskir bankar taki þátt í kaupum á sænskum bönkum.

„Markaðurinn er fremur seljendamarkaður en kaupendamarkaður,“ segir forstjórinn.

Exista er stærsti hluthafinn í Sampo Group, með 15,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×