Hafnarfjörður – stærsti álbræðslubær í Evrópu? 21. febrúar 2007 05:00 Jón Ólafsson, kennari í Hafnarfirðí skrifar. Verði álbræðslan í Straumsvík stækkuð þrefalt eins og fyrirhugað er, verður Hafnarfjörður stærsti álbræðslubær í Evrópu. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir bæinn okkar? Fyrirhugaðar kosningar 31. mars eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð Hafnarfjarðar næstu 60 árin, sem er áætlaður líftími nýrrar álbræðslu. Við erum svo lánsöm að búa í einu fallegasta umhverfi bæjar á landinu. Því er ábyrgð okkar mikil. Viljum við áfram búa við fjölbreytt atvinnulíf eða viljum við að álbræðslufyrirtæki, fyrirtæki sem ganga kaupum og sölum í heiminum í dag, verði ráðandi vinnuveitandi í bænum? Viljum við bæ þar sem kannski verður ekki þorandi að láta ung börn sofa úti í vögnum í hverfum sem eru næst álbræðslunni? Þetta á ekki aðeins við um Vellina, heldur líka framtíðarbyggingarland bæjarins sunnan við álbræðsluna. Fasteignasalar, ekki aðeins í Hafnarfirði, halda því fram að íbúðakaupendur haldi að sér höndum fram yfir 31. mars með að ákveða hvort kaupa skuli íbúð í Hafnarfirði, og það ekki aðeins á Völlunum, heldur hvar sem er í bænum. Með stækkun álbræðslunnar verður Hafnarfjörður ekki lengur fýsilegur bær til þess að flytja til. Viljum við ekki fjölgun íbúa í bænum og þar með auknar skatttekjur, sem notaðar yrðu til þess að byggja upp bætta þjónustu við íbúana? Viljum við búa í álbræðslubæ þar sem íbúðarverð verður lægra en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu? Viljum við bæ sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn, en mikil aukning hefur orðið á komu þeirra til bæjarins og þjónusta og uppbygging fyrir ferðamenn aukist mjög á undanförnum árum? Óþrjótandi möguleikar eru til aukinnar fjölbreytni á þessu sviði sem ævintýralegt umhverfi bæjarins býður upp á. Valið stendur ekki á milli þess að tína fjallagrös á sauðskinnsskóm til þess að lifa af, eða vinna í álbræðslu. Möguleikarnir eru óendanlegir og atvinnuástand er með því besta á landinu. Hafnfirðingar! Stöndum vörð um bæinn okkar - látum ekki mengandi álbræðslu skemma lífsgæði og framtíðarmöguleika okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Jón Ólafsson, kennari í Hafnarfirðí skrifar. Verði álbræðslan í Straumsvík stækkuð þrefalt eins og fyrirhugað er, verður Hafnarfjörður stærsti álbræðslubær í Evrópu. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir bæinn okkar? Fyrirhugaðar kosningar 31. mars eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð Hafnarfjarðar næstu 60 árin, sem er áætlaður líftími nýrrar álbræðslu. Við erum svo lánsöm að búa í einu fallegasta umhverfi bæjar á landinu. Því er ábyrgð okkar mikil. Viljum við áfram búa við fjölbreytt atvinnulíf eða viljum við að álbræðslufyrirtæki, fyrirtæki sem ganga kaupum og sölum í heiminum í dag, verði ráðandi vinnuveitandi í bænum? Viljum við bæ þar sem kannski verður ekki þorandi að láta ung börn sofa úti í vögnum í hverfum sem eru næst álbræðslunni? Þetta á ekki aðeins við um Vellina, heldur líka framtíðarbyggingarland bæjarins sunnan við álbræðsluna. Fasteignasalar, ekki aðeins í Hafnarfirði, halda því fram að íbúðakaupendur haldi að sér höndum fram yfir 31. mars með að ákveða hvort kaupa skuli íbúð í Hafnarfirði, og það ekki aðeins á Völlunum, heldur hvar sem er í bænum. Með stækkun álbræðslunnar verður Hafnarfjörður ekki lengur fýsilegur bær til þess að flytja til. Viljum við ekki fjölgun íbúa í bænum og þar með auknar skatttekjur, sem notaðar yrðu til þess að byggja upp bætta þjónustu við íbúana? Viljum við búa í álbræðslubæ þar sem íbúðarverð verður lægra en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu? Viljum við bæ sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn, en mikil aukning hefur orðið á komu þeirra til bæjarins og þjónusta og uppbygging fyrir ferðamenn aukist mjög á undanförnum árum? Óþrjótandi möguleikar eru til aukinnar fjölbreytni á þessu sviði sem ævintýralegt umhverfi bæjarins býður upp á. Valið stendur ekki á milli þess að tína fjallagrös á sauðskinnsskóm til þess að lifa af, eða vinna í álbræðslu. Möguleikarnir eru óendanlegir og atvinnuástand er með því besta á landinu. Hafnfirðingar! Stöndum vörð um bæinn okkar - látum ekki mengandi álbræðslu skemma lífsgæði og framtíðarmöguleika okkar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun