Hafnarfjörður – stærsti álbræðslubær í Evrópu? 21. febrúar 2007 05:00 Jón Ólafsson, kennari í Hafnarfirðí skrifar. Verði álbræðslan í Straumsvík stækkuð þrefalt eins og fyrirhugað er, verður Hafnarfjörður stærsti álbræðslubær í Evrópu. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir bæinn okkar? Fyrirhugaðar kosningar 31. mars eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð Hafnarfjarðar næstu 60 árin, sem er áætlaður líftími nýrrar álbræðslu. Við erum svo lánsöm að búa í einu fallegasta umhverfi bæjar á landinu. Því er ábyrgð okkar mikil. Viljum við áfram búa við fjölbreytt atvinnulíf eða viljum við að álbræðslufyrirtæki, fyrirtæki sem ganga kaupum og sölum í heiminum í dag, verði ráðandi vinnuveitandi í bænum? Viljum við bæ þar sem kannski verður ekki þorandi að láta ung börn sofa úti í vögnum í hverfum sem eru næst álbræðslunni? Þetta á ekki aðeins við um Vellina, heldur líka framtíðarbyggingarland bæjarins sunnan við álbræðsluna. Fasteignasalar, ekki aðeins í Hafnarfirði, halda því fram að íbúðakaupendur haldi að sér höndum fram yfir 31. mars með að ákveða hvort kaupa skuli íbúð í Hafnarfirði, og það ekki aðeins á Völlunum, heldur hvar sem er í bænum. Með stækkun álbræðslunnar verður Hafnarfjörður ekki lengur fýsilegur bær til þess að flytja til. Viljum við ekki fjölgun íbúa í bænum og þar með auknar skatttekjur, sem notaðar yrðu til þess að byggja upp bætta þjónustu við íbúana? Viljum við búa í álbræðslubæ þar sem íbúðarverð verður lægra en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu? Viljum við bæ sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn, en mikil aukning hefur orðið á komu þeirra til bæjarins og þjónusta og uppbygging fyrir ferðamenn aukist mjög á undanförnum árum? Óþrjótandi möguleikar eru til aukinnar fjölbreytni á þessu sviði sem ævintýralegt umhverfi bæjarins býður upp á. Valið stendur ekki á milli þess að tína fjallagrös á sauðskinnsskóm til þess að lifa af, eða vinna í álbræðslu. Möguleikarnir eru óendanlegir og atvinnuástand er með því besta á landinu. Hafnfirðingar! Stöndum vörð um bæinn okkar - látum ekki mengandi álbræðslu skemma lífsgæði og framtíðarmöguleika okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Ólafsson, kennari í Hafnarfirðí skrifar. Verði álbræðslan í Straumsvík stækkuð þrefalt eins og fyrirhugað er, verður Hafnarfjörður stærsti álbræðslubær í Evrópu. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir bæinn okkar? Fyrirhugaðar kosningar 31. mars eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð Hafnarfjarðar næstu 60 árin, sem er áætlaður líftími nýrrar álbræðslu. Við erum svo lánsöm að búa í einu fallegasta umhverfi bæjar á landinu. Því er ábyrgð okkar mikil. Viljum við áfram búa við fjölbreytt atvinnulíf eða viljum við að álbræðslufyrirtæki, fyrirtæki sem ganga kaupum og sölum í heiminum í dag, verði ráðandi vinnuveitandi í bænum? Viljum við bæ þar sem kannski verður ekki þorandi að láta ung börn sofa úti í vögnum í hverfum sem eru næst álbræðslunni? Þetta á ekki aðeins við um Vellina, heldur líka framtíðarbyggingarland bæjarins sunnan við álbræðsluna. Fasteignasalar, ekki aðeins í Hafnarfirði, halda því fram að íbúðakaupendur haldi að sér höndum fram yfir 31. mars með að ákveða hvort kaupa skuli íbúð í Hafnarfirði, og það ekki aðeins á Völlunum, heldur hvar sem er í bænum. Með stækkun álbræðslunnar verður Hafnarfjörður ekki lengur fýsilegur bær til þess að flytja til. Viljum við ekki fjölgun íbúa í bænum og þar með auknar skatttekjur, sem notaðar yrðu til þess að byggja upp bætta þjónustu við íbúana? Viljum við búa í álbræðslubæ þar sem íbúðarverð verður lægra en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu? Viljum við bæ sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn, en mikil aukning hefur orðið á komu þeirra til bæjarins og þjónusta og uppbygging fyrir ferðamenn aukist mjög á undanförnum árum? Óþrjótandi möguleikar eru til aukinnar fjölbreytni á þessu sviði sem ævintýralegt umhverfi bæjarins býður upp á. Valið stendur ekki á milli þess að tína fjallagrös á sauðskinnsskóm til þess að lifa af, eða vinna í álbræðslu. Möguleikarnir eru óendanlegir og atvinnuástand er með því besta á landinu. Hafnfirðingar! Stöndum vörð um bæinn okkar - látum ekki mengandi álbræðslu skemma lífsgæði og framtíðarmöguleika okkar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar