Tilbúinn fyrir geimferð 21. febrúar 2007 05:30 Charles Simonyi í fullum skrúða. Fimmti ferðamaðurinn til að greiða fyrir ferð og tíu daga dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni býr sig nú undir flugið í Rússlandi. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ungverski milljónamæringurinn Charles Simonyi kom til Moskvuborgar á sunnudag til að búa sig undir ferð ásamt tveimur rússneskum geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í byrjun apríl og mun dvelja þar í tíu daga. Simonyi verður fimmti ferðalangurinn sem greiðir fyrir ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þjálfun fyrir ferðina hófst í september í fyrra en áfanginn nú er síðasta skrefið áður en hann fer í loftið. Simonyi, sem fæddur er í Ungverjalandi árið 1948, hefur verið búsettur í Banda-ríkjunum frá því seint á sjöunda áratug síðustu aldar en hann er einn af fyrstu starfsmönnum bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft og leiddi hann meðal annars þróunardeildina sem bjó til ritvinnsluhugbúnaðinn Word og töflureikninn Excel í Office-hugbúnaðarvöndlinum. Simonyi sagði skilið við risann árið 2002 eftir 21 árs dvöl og leiðir nú eigið fyrirtæki, Intentional Software, sem sérhæfir sig í nýrri gerð forritunarmáls, sem kalla má sjálfráða forritunarmál sem auðvelda á alla hugbúnaðargerð. Simonyi er virkur í mennta- og menningarlífi Bandaríkjanna og er meðal annars í forsvari fyrir sjóði í eigin nafni sem veitir styrki til málaflokkanna. Þá hefur hann sömuleiðis verið orðaður við Mörthu Stewart, einn af frægustu sjónvarpskokkum í heimi. Það er langt í frá að Simonyi ætli að liggja með tærnar upp í loft í Alþjóðlegu geimstöðinni því hann mun þurfa að inna af hendi nokkur skylduverkefni fyrir Evrópsku geimvísindastofnunina í geimstöðinni auk þess sem hann ætlar að gera nokkrar læknisfræðilegar tilraunir á eigin vegum. Meðal annars ætlar hann að kanna áhrif geislavirkni á menn. Nokkur ásókn hefur verið á meðal milljónamæringa í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að ferðir sem þessar buðust fyrst fyrir sex árum. Fram til þessa hafa fjórir efnaðir karlar og ein kona farið út í geim og dvalið þar í tíu daga. Ekki liggur fyrir hvað Simonyi greiðir fyrir ferðina en miðað við útlagðan kostnað við fyrri ferðir má gera ráð fyrir að hann þurfi að reiða fram ríflega 1,2 milljarða króna fyrir farið. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ungverski milljónamæringurinn Charles Simonyi kom til Moskvuborgar á sunnudag til að búa sig undir ferð ásamt tveimur rússneskum geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í byrjun apríl og mun dvelja þar í tíu daga. Simonyi verður fimmti ferðalangurinn sem greiðir fyrir ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þjálfun fyrir ferðina hófst í september í fyrra en áfanginn nú er síðasta skrefið áður en hann fer í loftið. Simonyi, sem fæddur er í Ungverjalandi árið 1948, hefur verið búsettur í Banda-ríkjunum frá því seint á sjöunda áratug síðustu aldar en hann er einn af fyrstu starfsmönnum bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft og leiddi hann meðal annars þróunardeildina sem bjó til ritvinnsluhugbúnaðinn Word og töflureikninn Excel í Office-hugbúnaðarvöndlinum. Simonyi sagði skilið við risann árið 2002 eftir 21 árs dvöl og leiðir nú eigið fyrirtæki, Intentional Software, sem sérhæfir sig í nýrri gerð forritunarmáls, sem kalla má sjálfráða forritunarmál sem auðvelda á alla hugbúnaðargerð. Simonyi er virkur í mennta- og menningarlífi Bandaríkjanna og er meðal annars í forsvari fyrir sjóði í eigin nafni sem veitir styrki til málaflokkanna. Þá hefur hann sömuleiðis verið orðaður við Mörthu Stewart, einn af frægustu sjónvarpskokkum í heimi. Það er langt í frá að Simonyi ætli að liggja með tærnar upp í loft í Alþjóðlegu geimstöðinni því hann mun þurfa að inna af hendi nokkur skylduverkefni fyrir Evrópsku geimvísindastofnunina í geimstöðinni auk þess sem hann ætlar að gera nokkrar læknisfræðilegar tilraunir á eigin vegum. Meðal annars ætlar hann að kanna áhrif geislavirkni á menn. Nokkur ásókn hefur verið á meðal milljónamæringa í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að ferðir sem þessar buðust fyrst fyrir sex árum. Fram til þessa hafa fjórir efnaðir karlar og ein kona farið út í geim og dvalið þar í tíu daga. Ekki liggur fyrir hvað Simonyi greiðir fyrir ferðina en miðað við útlagðan kostnað við fyrri ferðir má gera ráð fyrir að hann þurfi að reiða fram ríflega 1,2 milljarða króna fyrir farið.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira