Viðskipti erlent

Kvengeimfari slær met í geimgöngu

Bandaríski geimfarinn Sunita Williams sló heimsmet á sunnudag en engin kona hefur gengið jafn lengi í geimnum en hún.

Williams fór út í geim í geimferjunni Discovery 10. desember síðastliðinn og mun dvelja við viðhald á Alþjóðlegu geimstöðinni í hálft ár ásamt sex öðrum geimförum.

Williams hefur í tvígang farið út á skrokk geimstöðvarinnar síðan hún kom þangað og lagað eitt og annað, síðast kælikerfi stöðvarinnar. Hver geimganga tekur talsverðan tíma en önnur geimganga hennar tók rúmar sjö klukkustundir. Þetta var hins vegar í áttunda sinn sem félagi hennar, Michael Lopez-Alegria, fór í geimgöngu en hann situr nú í þriðja sæti yfir lengstu geimgöngur karla.

Metið sem hún sló á sunnudag jafngildir því að hún hafi gengið samfleytt í 22 klukkustundir og 27 mínútur í geimnum sem er tæpri einni og hálfri klukkustund betur en fyrra met.

Miklar líkur eru á að Williams slái eigið met á morgun en þá mun hún fara í sína þriðju geimgöngu út á skrokk Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×