Tchenguiz horfir á fasteignir M&B 7. febrúar 2007 04:45 Robert Tchenguiz lítur girndaraugum á fasteignahluta M&B. Robert Tchenguiz, breski fasteignamógúllinn og náinn viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn með fimmtán prósenta hlut í kráar- og veitingahúsakeðjunni Mitchell & Butlers (M&B). Bréfin eru á nafni fjárfestingarfélagsins Violet Capital Group. Á síðasta ári lögðu Kaupþing og Tchenguiz fram óformlegt tilboð í M&B upp á 360 milljarða króna auk vaxtaberandi skulda sem stjórnendur félagsins litu á að væri fjandsamlegt og meinuðu því tilboðsgjöfum aðgang að bókum félagsins. Tchenguiz er spenntur fyrir miklum fasteignum M&B og skorar á stjórn félagsins að setja fasteignir inn í sérstakan fjárfestingarsjóð. „Við munum koma og gera okkur gildandi ef þeir [stjórn M&B] gera ekkert á næstu misserum,“ segir Tchenguiz við Daily Telegraph. Hlutabréf í M&B hafa stigið upp um rúm 85 prósent á einu ári sem þakka má vangaveltum um yfirtöku sem og ágætis innri og ytri vexti. Sala hefur aukist, einkum á mat, þrátt fyrir að reykingabann hafi tekið gildi á breskum ölstofum í mars í fyrra. Tim Clarke, forstjóri félagsins, varar þó við mikilli bjartsýni því vaxtahækkanir í Bretlandi geta slegið á neyslugleði landans. Tchenguiz og Kaupþing stóðu saman að kaupum á Phase Eight ásamt öðrum fjárfestum í janúar og eru meðal stærstu hluthafa í Sampo í Finnlandi. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Robert Tchenguiz, breski fasteignamógúllinn og náinn viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn með fimmtán prósenta hlut í kráar- og veitingahúsakeðjunni Mitchell & Butlers (M&B). Bréfin eru á nafni fjárfestingarfélagsins Violet Capital Group. Á síðasta ári lögðu Kaupþing og Tchenguiz fram óformlegt tilboð í M&B upp á 360 milljarða króna auk vaxtaberandi skulda sem stjórnendur félagsins litu á að væri fjandsamlegt og meinuðu því tilboðsgjöfum aðgang að bókum félagsins. Tchenguiz er spenntur fyrir miklum fasteignum M&B og skorar á stjórn félagsins að setja fasteignir inn í sérstakan fjárfestingarsjóð. „Við munum koma og gera okkur gildandi ef þeir [stjórn M&B] gera ekkert á næstu misserum,“ segir Tchenguiz við Daily Telegraph. Hlutabréf í M&B hafa stigið upp um rúm 85 prósent á einu ári sem þakka má vangaveltum um yfirtöku sem og ágætis innri og ytri vexti. Sala hefur aukist, einkum á mat, þrátt fyrir að reykingabann hafi tekið gildi á breskum ölstofum í mars í fyrra. Tim Clarke, forstjóri félagsins, varar þó við mikilli bjartsýni því vaxtahækkanir í Bretlandi geta slegið á neyslugleði landans. Tchenguiz og Kaupþing stóðu saman að kaupum á Phase Eight ásamt öðrum fjárfestum í janúar og eru meðal stærstu hluthafa í Sampo í Finnlandi.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira