Skelfilegt að verða átján 7. febrúar 2007 07:30 Ívar Örn Sverrisson. Honum finnst gaman þegar hann á afmæli en fannst hann orðinn fjarskalega gamall þegar hann varð átján ára. „Ég er eiginlega bara feginn, nú fer fólk kannski að taka mann alvarlega,“ segir Ívar Örn Sverrisson leikari um hvernig það leggst í hann að vera orðinn þrítugur. Ívar var ekki búinn að skipuleggja neina afmælisveislu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „Ég er í smá veseni. Ég bý í Reykjavík en er að vinna á Akureyri og er upptekinn allar helgar fram í mars. Mig langar hins vegar virkilega að halda upp á þessi tímamót þannig ég fresta þeim ábyggilega um mánuð.“ Hann fær auk þess gráupplagt tækifæri til að halda tvisvar upp á daginn. „Ég hef kynnst svo mörgu skemmtilegu fólki fyrir norðan og verð ábyggilega að halda veislu þar líka.“ Ívar er þó ekki fjarri sínum nánustu á sjálfan afmælisdaginn. „Við erum að taka upp síðustu tíu þættina af Stundinni okkar og ég verð í Reykjavík fram á fimmtudag þannig ég verð í faðmi fjölskyldunnar í dag að minnsta kosti.“ Ívari Erni finnst alltaf gaman að fagna þegar hann á afmæli en man hins vegar þá tíð þegar svo var ekki. „Þegar ég varð átján ára fannst mér ég orðinn ofboðslega gamall,“ segir hann og hlær. „Ég var hálf þunglyndur allan daginn. Mamma og pabbi gáfu mér lampa. Þetta var fyrsti húsmunurinn sem ég fékk í afmælisgjöf og mér fannst það skelfilegt! En ég jafnaði mig og hef fagnað öllum afmælum síðan.“ Leikarinn segist una hag sínum vel á Akureyri, þar sem hann leikur með Leikfélagi Akureyrar í sýningunni Svartur köttur, og segist farinn að venjast flakkinu sem því fylgir. „Það eru margir kostir við þetta, til dæmis lærir maður að nota tímann vel. Svo er líka auðvitað gaman að leika í skemmtilegri sýningu með skemmtilegu fólki.“ Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Ég er eiginlega bara feginn, nú fer fólk kannski að taka mann alvarlega,“ segir Ívar Örn Sverrisson leikari um hvernig það leggst í hann að vera orðinn þrítugur. Ívar var ekki búinn að skipuleggja neina afmælisveislu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „Ég er í smá veseni. Ég bý í Reykjavík en er að vinna á Akureyri og er upptekinn allar helgar fram í mars. Mig langar hins vegar virkilega að halda upp á þessi tímamót þannig ég fresta þeim ábyggilega um mánuð.“ Hann fær auk þess gráupplagt tækifæri til að halda tvisvar upp á daginn. „Ég hef kynnst svo mörgu skemmtilegu fólki fyrir norðan og verð ábyggilega að halda veislu þar líka.“ Ívar er þó ekki fjarri sínum nánustu á sjálfan afmælisdaginn. „Við erum að taka upp síðustu tíu þættina af Stundinni okkar og ég verð í Reykjavík fram á fimmtudag þannig ég verð í faðmi fjölskyldunnar í dag að minnsta kosti.“ Ívari Erni finnst alltaf gaman að fagna þegar hann á afmæli en man hins vegar þá tíð þegar svo var ekki. „Þegar ég varð átján ára fannst mér ég orðinn ofboðslega gamall,“ segir hann og hlær. „Ég var hálf þunglyndur allan daginn. Mamma og pabbi gáfu mér lampa. Þetta var fyrsti húsmunurinn sem ég fékk í afmælisgjöf og mér fannst það skelfilegt! En ég jafnaði mig og hef fagnað öllum afmælum síðan.“ Leikarinn segist una hag sínum vel á Akureyri, þar sem hann leikur með Leikfélagi Akureyrar í sýningunni Svartur köttur, og segist farinn að venjast flakkinu sem því fylgir. „Það eru margir kostir við þetta, til dæmis lærir maður að nota tímann vel. Svo er líka auðvitað gaman að leika í skemmtilegri sýningu með skemmtilegu fólki.“
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira