Davíð með þriðjungi hærri laun en Geir 7. júní 2007 12:01 Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, verður með rúmar 1,7 milljónir króna í laun frá og með næstu áramótum, eða sex hundruð þúsund króna hærri laun en forsætisráðherra. Formaður bankaráðs bankans skýrir síðustu launahækkanir bankastjóranna með harðri samkeppni um hæft starfsfólk. Fréttastofan skrifaði Helga S. Guðmundssyni, formanni bankaráðs Seðlabankans, og bað um rökstuðning fyrir ákvörðun ráðsins að hækka laun banakstjóra bankans nú þegar um eitt hundrað þúsund krónur á mánuði og svo aftur um sömu upphæð um næstu áramót. Ákvörðunin þýðir að grunnlaun bankastjóranna verða orðin 1.409.535 krónur um áramótin. Það segir þó ekki alla söguna því bankastjórarnir fá 110 þúsund krónur á mánuði aukalega í svo kallaða bankaráðsþóknun, en upphæðin er ákveðin af forsætisráðherra. Formaður bankastjórnar, Davíð Oddsson, fær heldur meira en hinir bankastjórarnir. Hann fær tvöfalda bankaráðsþóknun auk 8 prósenta álags á laun bankastjóra fyrir formannsstörf sín. Þetta þýðir að venjulegur bankastjóri verður með 1.519.535 krónur á mánuði þegar bankaráðsþóknunin er meðtalin en Davíð verður með 1.742.297 krónur á mánuði. Geir H. Haarde forsætisráðherra mun hins vegar vera með 1,1 milljón krónur á mánuði í laun þegar allt er talið hjá honum. Formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur því gott þingfararkaup umfram forsætisráðherra í launum. Frá ársbyrjun 2005 til 1. janúar á þessu ári höfðu laun bankastjóranna hækkað um 25 prósent. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar tvö: „Hörð samkeppni er um hæft starfsfólk á meðal fjármálastofnana sem kemur ekki á óvart eins hratt og umsvif íslenskra banka hafa vaxið. Afar mikilvægt er fyrir Seðlabankann að hafa jafnan í þjónustu sinni eins gott starfslið og völ er á og verður hann að taka mið af ríkjandi umhverfi til þess að svo geti verið." Í svarinu kemur jafnframt fram að bankastjórarnir hafi hver um sig bifreið til afnota sem bankinn leggi þeim til og greiði kostnað af ásamt símakostnaði bankastjóranna. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, verður með rúmar 1,7 milljónir króna í laun frá og með næstu áramótum, eða sex hundruð þúsund króna hærri laun en forsætisráðherra. Formaður bankaráðs bankans skýrir síðustu launahækkanir bankastjóranna með harðri samkeppni um hæft starfsfólk. Fréttastofan skrifaði Helga S. Guðmundssyni, formanni bankaráðs Seðlabankans, og bað um rökstuðning fyrir ákvörðun ráðsins að hækka laun banakstjóra bankans nú þegar um eitt hundrað þúsund krónur á mánuði og svo aftur um sömu upphæð um næstu áramót. Ákvörðunin þýðir að grunnlaun bankastjóranna verða orðin 1.409.535 krónur um áramótin. Það segir þó ekki alla söguna því bankastjórarnir fá 110 þúsund krónur á mánuði aukalega í svo kallaða bankaráðsþóknun, en upphæðin er ákveðin af forsætisráðherra. Formaður bankastjórnar, Davíð Oddsson, fær heldur meira en hinir bankastjórarnir. Hann fær tvöfalda bankaráðsþóknun auk 8 prósenta álags á laun bankastjóra fyrir formannsstörf sín. Þetta þýðir að venjulegur bankastjóri verður með 1.519.535 krónur á mánuði þegar bankaráðsþóknunin er meðtalin en Davíð verður með 1.742.297 krónur á mánuði. Geir H. Haarde forsætisráðherra mun hins vegar vera með 1,1 milljón krónur á mánuði í laun þegar allt er talið hjá honum. Formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur því gott þingfararkaup umfram forsætisráðherra í launum. Frá ársbyrjun 2005 til 1. janúar á þessu ári höfðu laun bankastjóranna hækkað um 25 prósent. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar tvö: „Hörð samkeppni er um hæft starfsfólk á meðal fjármálastofnana sem kemur ekki á óvart eins hratt og umsvif íslenskra banka hafa vaxið. Afar mikilvægt er fyrir Seðlabankann að hafa jafnan í þjónustu sinni eins gott starfslið og völ er á og verður hann að taka mið af ríkjandi umhverfi til þess að svo geti verið." Í svarinu kemur jafnframt fram að bankastjórarnir hafi hver um sig bifreið til afnota sem bankinn leggi þeim til og greiði kostnað af ásamt símakostnaði bankastjóranna.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira