Tiger með þriggja högga forystu 12. ágúst 2007 13:18 Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö. Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö.
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira