Ísland vann nauman sigur á Ungverjum 27. október 2007 13:58 Snorri Steinn Guðjónsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í dag AFP Íslenska landsliðið í handknattleik lagði Ungverja í síðari æfingaleik liðanna í handbolta á Ásvöllum í dag. Sigurinn var naumur en það var Róbert Gunnarsson sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sagðist í samtali við Rúv hafa verið þokkalega sáttur við varnarleikinn, en að öðru leiti sagðist hann hundfúll með aðra hluti - eins og nýtingu á dauðafærum og slaka markvörslu í báðum leikjum. Hann benti líka á að íslenska liðið væri án fjölda lykilmanna og hefði bara ekki sömu breidd og ungverska liðið. Snorri Steinn Guðjónsson var langatkvæðamestur í íslenska liðinu með 11 mörk og þeir Arnór Atlason, Róbert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Alexander Petersson 3 hver. Vísir fylgdist með gangi mála í beinni textalýsingu í dag. Leik lokið - Ísland sigrar 32-31. Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark íslenska liðsins þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Ungverjar fengu einar tíu sekúndur til að jafna, en það tókst ekki. 15:26 - Leikhlé. Ísland hefur yfir 31-30. Snorri Steinn klikkaði á dauðafæri sem hefði farið langt með að tryggja sigurinn en skaut yfir. Tæpar tvær mínútur eftir. 15:23 - Ungverjar jafna í 30-30 eftir að Ásgeir Örn var rekinn af velli í 2 míntútur. Nú eru þrjár mínútur eftir af leiknum. 15:20 - Alfreð tekur leikhlé og ætlar að stilla upp í 5-1 vörn á ný eftir að ungverska liðið hefur náð að skora nokkur ódýr mörk úr langskotum. Íslenska liðið hefur tveggja marka forystu þegar 6 mínútur eru til leiksloka - 30-28. 15:15 - Ísland hefur yfir 28-25 þegar 10 mínútur eru til leiksloka. Ungverjarnir hafa verið manni færri síðustu mínútur eftir tvær brottvísanir og það hefur íslenska liðið náð að nýta sér. 15:10 - Staðan orðin 25-23 fyrir Ísland. Snorri Steinn skorar sitt 11. mark í leiknum úr hraðaupphlaupi. Síðari hálfleikur hálfnaður. 15:06 - Nú eru 10 mínútur liðnar af síðari hálfleik og Arnór Atlason var að koma íslenska liðinu í 22-20 með glæsilegu skoti fyrir utan. Áður hafði Snorri Steinn skoraði áttunda mark sitt í leiknum með álíka tilþrifum. 15:00. Enn er allt í járnum á Ásvöllum og staðan jöfn 18-18 þegar fimm mínútur eru liðnar af síðari hálfleik. Íslenska liðið hefur fengið á sig þrjú mörk úr þremur sóknum í upphafi hálfleiksins. Hálfleikur. Staðan er jöfn 15-15 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikur íslenska liðsins er heilt yfir skárri en í tapinu í gær, en þó var síðari helmingur hálfleiksins nú dáltítið vandræðalegur. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið lang atkvæðamestur í markaskorun hjá íslenska liðinu og er kominn með sjö mörk. "Við erum dálítið hikandi í 5-1 vörninni og erum ekki nógu góðir að klára dauðafærin. Ég reikna með að við förum í 6-0 vörnina í síðari hálfleiknum," sagði Alfreð Gíslason í samtali við Rúv í hálfleik. 14:36 - Staðan 14-13 fyrir íslenska liðið þegar fimm mínútur eru til hálfleiks. Ungverjar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum fyrir tveimur mínútum, en sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið vandræðalegur síðari part hálfleiksins. 14:30 - Nú eru 20 mínútur liðnar af leiknum og Ísland hefur yfir 11-9. Snorri Steinn hefur skorað 6 mörk. Staðan var 10-8 í ansi margar mínútur þar sem hvorki gekk né rak í sóknarleik beggja liða - þar sem íslenska liðið fékk dæmt á sig eina þrjá ruðninga. 14:22 - Staðan 10-8 fyrir Ísland eftir 15 mínútna leik. Ungverjar eru eitthvað aðeins að hressast eftir slaka byrjun. 14:16 - Íslenska liðið hefur yfir 9-5 þegar rúmlega 10 mínútur eru liðnar af leiknum. Snorri Steinn er búinn að skora fjögur mörk á fyrstu 7 mínútum leiksins og þá hefur Hreiðar varið vel í markinu. Mikið betri stemming í liðinu en var í leiknum í gær. 14:10 - Snorri Steinn skorar sitt þriðja mark og kemur Íslandií 4-2 eftir 6 mínútna leik. Ásgeir Örn bætir svo við og skorar sitt annað mark. Staðan 5-2 fyrir Ísland og leikhlé tekið. 14:05 - Íslenska liðið kemst yfir 2-1 með mörkum frá Snorra og Ásgeiri Erni. Liðið virkar sæmilega frískt eftir lélega frammistöðu í sóknarleiknum í gær. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lagði Ungverja í síðari æfingaleik liðanna í handbolta á Ásvöllum í dag. Sigurinn var naumur en það var Róbert Gunnarsson sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sagðist í samtali við Rúv hafa verið þokkalega sáttur við varnarleikinn, en að öðru leiti sagðist hann hundfúll með aðra hluti - eins og nýtingu á dauðafærum og slaka markvörslu í báðum leikjum. Hann benti líka á að íslenska liðið væri án fjölda lykilmanna og hefði bara ekki sömu breidd og ungverska liðið. Snorri Steinn Guðjónsson var langatkvæðamestur í íslenska liðinu með 11 mörk og þeir Arnór Atlason, Róbert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Alexander Petersson 3 hver. Vísir fylgdist með gangi mála í beinni textalýsingu í dag. Leik lokið - Ísland sigrar 32-31. Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark íslenska liðsins þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Ungverjar fengu einar tíu sekúndur til að jafna, en það tókst ekki. 15:26 - Leikhlé. Ísland hefur yfir 31-30. Snorri Steinn klikkaði á dauðafæri sem hefði farið langt með að tryggja sigurinn en skaut yfir. Tæpar tvær mínútur eftir. 15:23 - Ungverjar jafna í 30-30 eftir að Ásgeir Örn var rekinn af velli í 2 míntútur. Nú eru þrjár mínútur eftir af leiknum. 15:20 - Alfreð tekur leikhlé og ætlar að stilla upp í 5-1 vörn á ný eftir að ungverska liðið hefur náð að skora nokkur ódýr mörk úr langskotum. Íslenska liðið hefur tveggja marka forystu þegar 6 mínútur eru til leiksloka - 30-28. 15:15 - Ísland hefur yfir 28-25 þegar 10 mínútur eru til leiksloka. Ungverjarnir hafa verið manni færri síðustu mínútur eftir tvær brottvísanir og það hefur íslenska liðið náð að nýta sér. 15:10 - Staðan orðin 25-23 fyrir Ísland. Snorri Steinn skorar sitt 11. mark í leiknum úr hraðaupphlaupi. Síðari hálfleikur hálfnaður. 15:06 - Nú eru 10 mínútur liðnar af síðari hálfleik og Arnór Atlason var að koma íslenska liðinu í 22-20 með glæsilegu skoti fyrir utan. Áður hafði Snorri Steinn skoraði áttunda mark sitt í leiknum með álíka tilþrifum. 15:00. Enn er allt í járnum á Ásvöllum og staðan jöfn 18-18 þegar fimm mínútur eru liðnar af síðari hálfleik. Íslenska liðið hefur fengið á sig þrjú mörk úr þremur sóknum í upphafi hálfleiksins. Hálfleikur. Staðan er jöfn 15-15 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikur íslenska liðsins er heilt yfir skárri en í tapinu í gær, en þó var síðari helmingur hálfleiksins nú dáltítið vandræðalegur. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið lang atkvæðamestur í markaskorun hjá íslenska liðinu og er kominn með sjö mörk. "Við erum dálítið hikandi í 5-1 vörninni og erum ekki nógu góðir að klára dauðafærin. Ég reikna með að við förum í 6-0 vörnina í síðari hálfleiknum," sagði Alfreð Gíslason í samtali við Rúv í hálfleik. 14:36 - Staðan 14-13 fyrir íslenska liðið þegar fimm mínútur eru til hálfleiks. Ungverjar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum fyrir tveimur mínútum, en sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið vandræðalegur síðari part hálfleiksins. 14:30 - Nú eru 20 mínútur liðnar af leiknum og Ísland hefur yfir 11-9. Snorri Steinn hefur skorað 6 mörk. Staðan var 10-8 í ansi margar mínútur þar sem hvorki gekk né rak í sóknarleik beggja liða - þar sem íslenska liðið fékk dæmt á sig eina þrjá ruðninga. 14:22 - Staðan 10-8 fyrir Ísland eftir 15 mínútna leik. Ungverjar eru eitthvað aðeins að hressast eftir slaka byrjun. 14:16 - Íslenska liðið hefur yfir 9-5 þegar rúmlega 10 mínútur eru liðnar af leiknum. Snorri Steinn er búinn að skora fjögur mörk á fyrstu 7 mínútum leiksins og þá hefur Hreiðar varið vel í markinu. Mikið betri stemming í liðinu en var í leiknum í gær. 14:10 - Snorri Steinn skorar sitt þriðja mark og kemur Íslandií 4-2 eftir 6 mínútna leik. Ásgeir Örn bætir svo við og skorar sitt annað mark. Staðan 5-2 fyrir Ísland og leikhlé tekið. 14:05 - Íslenska liðið kemst yfir 2-1 með mörkum frá Snorra og Ásgeiri Erni. Liðið virkar sæmilega frískt eftir lélega frammistöðu í sóknarleiknum í gær. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira