Einn af upptökustjórum rapparans 50 Cent, Dave Shayman, fannst látinn á heimili sínu í New York. Talið er að hinn 26 ára Shayman hafi framið sjálfsvíg, enda átti hann við þunglyndi að stríða.
Shayman, sem var einnig þekktur sem Disco D, tók m.a. upp lagið Ski Mask Way á hinni vinsælu plötu 50 Cent, The Massacre. Hann hafði einnig unnið með Kevin Federline að hans fyrstu plötu.