Lífið

Sex daga brúðkaup Elizabethar og Aruns

Elizabeth og Arun á tískusýningu Versace á tískuvikunni í Mílanó 23. febrúar síðastliðinn
Elizabeth og Arun á tískusýningu Versace á tískuvikunni í Mílanó 23. febrúar síðastliðinn MYND/Getty Images

Leikkonan og fyrirsætan breska, Elizabeth Hurley og maður hennar, indverski kaupsýslumaðurinn Arun Nayar, giftu sig í Bretlandi síðastliðinn föstudag. Þau eru nú komin til Indlands þar sem fram munu fara sex daga hátíðarhöld í tilefni brúðkaupsins. Hjónin dvelja nú í tvo daga á Taj Mahal hótelinu í suðurhluta Mumbai en foreldrar Aruns búa þar nálægt. Síðan munu þau fljúga til Jodhpur til þess að gifta sig á indverska vísu. Hótelið er vinsælt meðal stjarnanna en Angelina Jolie dvaldi þar með Brad Pitt á síðasta ári meðan hún var við kvikmyndatökur.

Í kvöld verður teiti til heiðurs Elizabethar og Aruns en samkvæmt heimildum BBC mun Elizabeth ganga í gegnum hefðbundna indverska brúðarvígslu sem allar indverskar brúðir þurfa að ganga í gegn um fyrir giftingu. Felur það í sér að túrmerik er borið á hendur, fætur og andlit brúðarinnar auk þess sem brúðguminn fær hluta þess á andlit sitt. Er það talið lýsa upp andlit þeirra meðan á brúðkaupinu stendur.

 

Gifting Elizabethar og Aruns í Bretlandi

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.