Mat á vatnsréttindum 29. ágúst 2007 06:00 Helsta gagnrýni á úrskurð matsnefndar um greiðslur til vatnsréttarhafa sem tengjast Kárahnjúkavirkjun hefur falist í eftirfarandi: Bæturnar sem matsnefndin ákvað séu of lágar. Landsvirkjun hafi átt að leggja til grundvallar hærra verð fyrir vatnsréttindin í kostnaðaráætlunum fyrir virkjunina og bjóða fram hærri greiðslur fyrir vatnsréttindin en raun varð á. Virði vatnsréttindanna sé ranglega metið út frá verði raforku til stóriðju því að hærra verð fengist ef þetta rafmagn væri selt á almennum markaði. Eðlilegt hafi verið að ganga frá samningum við vatnsréttareigendur fyrirfram.BótafjárhæðinLítum fyrst á upphæð bótanna og hvort Landsvirkjun hefði átt að ganga út frá hærra mati á vatnsréttindunum. Úrskurður matsnefndarinnar er um tvöfalt hærri en uppreiknaðar greiðslur fyrir vatnsréttindi eins og þau voru metin í Blöndu, sem er nærtækasti samanburðurinn í þessu efni. Það hefði verið afar óeðlilegt af hálfu Landsvirkjunar að styðjast í kostnaðarútreikningum og tilboðum til vatnsréttarhafa við annað en fordæmi frá Blönduvirkjun.Það er ekki fyrirtækisins að leggja fram hugmyndir um hvernig markaðsaðstæður og breyttir tímar hafi áhrif til hækkunar frá því sem áður gilti. Það var hlutverk matsnefndarinnar og hún gerði einmitt það í úrskurði sínum. Lætur nærri að mat hennar tvöfaldi uppreiknað virði vatnsréttindanna frá þessu fordæmi. Þetta er kjarni málsins þegar meta skal hvort greiðslurnar teljist háar eða lágar. Kröfur sumra vatnsréttarhafanna um að meta vatnsréttindin upp á 60 til 93 milljarða voru að líkindum settar fram í öðrum tilgangi en sem raunhæft mat á virði þeirra.Bætur miðast við stóriðjuverðÆtti eðlilegt verð fyrir vatnsréttindin að endurspegla mögulega sölu raforkunnar úr Kárahnjúkavirkjun á almennum markaði þar sem verð er hærra en til stóriðju? Því er til að svara að það er algerlega óraunhæft að virkja jökulsárnar norðan Vatnajökuls fyrir almennan markað. Ef virkjað yrði fyrir þann markað þyrfti að gera ráð fyrir því að aukning á almenna markaðnum leiddi til fullnýtingar á virkjuninni.Rafmagnsnotkun á almennum markaði eykst um 60 gígawattstundir á ári. Kárahnjúkavirkjun getur framleitt um 4.600 gígawattstundir á ári. Ef hún yrði notuð fyrir almennan markað tæki það 75-80 ár að fullnýta virkjunina og á meðan væri ekki pláss fyrir neina aðra nýja framleiðendur á markaði. Lengst af yrði virkjunin langt frá því að fullnýtast og safnaði þess vegna upp fjármagnskostnaði sem engar tekjur kæmu á móti. Þetta leiddi til hærra kostnaðarverðs á rafmagninu og vonlausrar samkeppnisstöðu. Þess vegna er óraunhæft að reikna greiðslur fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar á sömu forsendum og fyrir t.d. nýja smávirkjun. Það er grunnur að hagkvæmri nýtingu stórra og meðalstórra virkjana á Íslandi að stór kaupandi að framleiðslunni fáist strax frá upphafi rekstrar.Samkomulag um málsmeðferðÁtti Landsvirkjun að semja fyrirfram um vatnréttindin? Staðreyndin er að vatnsréttarhafar og Landsvirkjun unnu að því í meira en tvö ár að komast að samkomulagi um þá málsmeðferð að matsnefnd úrskurði um greiðslur og að síðan geti menn leitað til dómstóla ef þeir eru óánægðir með niðurstöðuna. Þetta voru frjálsir samningar og sameiginleg niðurstaða málsaðila.Það eru nálægt 100 jarðir sem eiga vatnsréttindi sem tengjast Kárahnjúkavirkjun og eigendurnir eru mun fleiri en tala jarðanna. Það er alveg ljóst að samningar við hvern og einn um vatnsréttindin væru ómarkvissari og tækju mun lengri tíma en þau vinnubrögð sem viðhöfð voru. Við gerð kostnaðaráætlunar um virkjunina og samninga um raforkusöluna gerði Landsvirkjun ráð fyrir greiðslum fyrir vatnsréttindin í samræmi við uppreiknuð fordæmi. Þess var ennfremur gætt að borð væri fyrir báru hvað varðar arðsemi verkefnisins. Enda kemur á daginn að þótt greiðslur fyrir vatnsréttindin nemi um milljarði umfram það sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir í útreikningum sínum, þá breytir hún ekki því að Kárahnjúkavirkjun stenst eftir sem áður þá arðsemiskröfu sem gerð var af eigendum fyrirtækisins.Kjarni málsinsÞegar allt er skoðað verður ekki annað séð en að bótafjárhæðin sem matsnefndin ákvað sé rífleg í ljósi fyrirliggjandi fordæma og að eðlilegt hafi verið að miða bæturnar við sölu raforkunnar til stóriðju sem er forsenda virkjunar ánna sem um ræðir. Loks liggur fyrir að allir aðilar féllust fyrirfram og í frjálsum samningum á að nota þá aðferð sem viðhöfð var.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Helsta gagnrýni á úrskurð matsnefndar um greiðslur til vatnsréttarhafa sem tengjast Kárahnjúkavirkjun hefur falist í eftirfarandi: Bæturnar sem matsnefndin ákvað séu of lágar. Landsvirkjun hafi átt að leggja til grundvallar hærra verð fyrir vatnsréttindin í kostnaðaráætlunum fyrir virkjunina og bjóða fram hærri greiðslur fyrir vatnsréttindin en raun varð á. Virði vatnsréttindanna sé ranglega metið út frá verði raforku til stóriðju því að hærra verð fengist ef þetta rafmagn væri selt á almennum markaði. Eðlilegt hafi verið að ganga frá samningum við vatnsréttareigendur fyrirfram.BótafjárhæðinLítum fyrst á upphæð bótanna og hvort Landsvirkjun hefði átt að ganga út frá hærra mati á vatnsréttindunum. Úrskurður matsnefndarinnar er um tvöfalt hærri en uppreiknaðar greiðslur fyrir vatnsréttindi eins og þau voru metin í Blöndu, sem er nærtækasti samanburðurinn í þessu efni. Það hefði verið afar óeðlilegt af hálfu Landsvirkjunar að styðjast í kostnaðarútreikningum og tilboðum til vatnsréttarhafa við annað en fordæmi frá Blönduvirkjun.Það er ekki fyrirtækisins að leggja fram hugmyndir um hvernig markaðsaðstæður og breyttir tímar hafi áhrif til hækkunar frá því sem áður gilti. Það var hlutverk matsnefndarinnar og hún gerði einmitt það í úrskurði sínum. Lætur nærri að mat hennar tvöfaldi uppreiknað virði vatnsréttindanna frá þessu fordæmi. Þetta er kjarni málsins þegar meta skal hvort greiðslurnar teljist háar eða lágar. Kröfur sumra vatnsréttarhafanna um að meta vatnsréttindin upp á 60 til 93 milljarða voru að líkindum settar fram í öðrum tilgangi en sem raunhæft mat á virði þeirra.Bætur miðast við stóriðjuverðÆtti eðlilegt verð fyrir vatnsréttindin að endurspegla mögulega sölu raforkunnar úr Kárahnjúkavirkjun á almennum markaði þar sem verð er hærra en til stóriðju? Því er til að svara að það er algerlega óraunhæft að virkja jökulsárnar norðan Vatnajökuls fyrir almennan markað. Ef virkjað yrði fyrir þann markað þyrfti að gera ráð fyrir því að aukning á almenna markaðnum leiddi til fullnýtingar á virkjuninni.Rafmagnsnotkun á almennum markaði eykst um 60 gígawattstundir á ári. Kárahnjúkavirkjun getur framleitt um 4.600 gígawattstundir á ári. Ef hún yrði notuð fyrir almennan markað tæki það 75-80 ár að fullnýta virkjunina og á meðan væri ekki pláss fyrir neina aðra nýja framleiðendur á markaði. Lengst af yrði virkjunin langt frá því að fullnýtast og safnaði þess vegna upp fjármagnskostnaði sem engar tekjur kæmu á móti. Þetta leiddi til hærra kostnaðarverðs á rafmagninu og vonlausrar samkeppnisstöðu. Þess vegna er óraunhæft að reikna greiðslur fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar á sömu forsendum og fyrir t.d. nýja smávirkjun. Það er grunnur að hagkvæmri nýtingu stórra og meðalstórra virkjana á Íslandi að stór kaupandi að framleiðslunni fáist strax frá upphafi rekstrar.Samkomulag um málsmeðferðÁtti Landsvirkjun að semja fyrirfram um vatnréttindin? Staðreyndin er að vatnsréttarhafar og Landsvirkjun unnu að því í meira en tvö ár að komast að samkomulagi um þá málsmeðferð að matsnefnd úrskurði um greiðslur og að síðan geti menn leitað til dómstóla ef þeir eru óánægðir með niðurstöðuna. Þetta voru frjálsir samningar og sameiginleg niðurstaða málsaðila.Það eru nálægt 100 jarðir sem eiga vatnsréttindi sem tengjast Kárahnjúkavirkjun og eigendurnir eru mun fleiri en tala jarðanna. Það er alveg ljóst að samningar við hvern og einn um vatnsréttindin væru ómarkvissari og tækju mun lengri tíma en þau vinnubrögð sem viðhöfð voru. Við gerð kostnaðaráætlunar um virkjunina og samninga um raforkusöluna gerði Landsvirkjun ráð fyrir greiðslum fyrir vatnsréttindin í samræmi við uppreiknuð fordæmi. Þess var ennfremur gætt að borð væri fyrir báru hvað varðar arðsemi verkefnisins. Enda kemur á daginn að þótt greiðslur fyrir vatnsréttindin nemi um milljarði umfram það sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir í útreikningum sínum, þá breytir hún ekki því að Kárahnjúkavirkjun stenst eftir sem áður þá arðsemiskröfu sem gerð var af eigendum fyrirtækisins.Kjarni málsinsÞegar allt er skoðað verður ekki annað séð en að bótafjárhæðin sem matsnefndin ákvað sé rífleg í ljósi fyrirliggjandi fordæma og að eðlilegt hafi verið að miða bæturnar við sölu raforkunnar til stóriðju sem er forsenda virkjunar ánna sem um ræðir. Loks liggur fyrir að allir aðilar féllust fyrirfram og í frjálsum samningum á að nota þá aðferð sem viðhöfð var.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun