Innlent

Kristín hélt velli í formannskjöri hjá sjúkraliðum

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands náði endurkjöri þrátt fyrir mótframboð. Hún hlaut 64 prósent greiddra atkvæða. Frá þessu var greint á 16. fulltrúaþingi félagsins sem haldið var í dag.

Það var Helga Dögg Sverrisdóttir sem atti kappi við sitjandi formann en hún hafði ekki erindi sem sem erfiði því Kristín fékk örugga kosningu, 64 prósent atkvæða á móti 34 prósentum Helgu. Á kjörskrá voru 2.204 og greiddu 66 prósent atkvæði í kosningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×