Innlent

Stjórnarflokkar skipta með sér formannsembættum í fastanefndum

MYND/Stefán

Þingflokkar Sjálfstæðisflokk og Samfylkingarinnar hafa komið sér saman formenn fastanefnda Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við formannsembætti í allsherjarnefnd af Bjarna Benediktssyni en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun verða fyrsta varaforseti Alþingis.

Nefndarformenn Samfylkingarinnar verða:

  1. Í umhverfisnefnd Helgi Hjörvar
  2. Í viðskiptanefnd Ágúst Ólafur Ágústsson
  3. Í fjárlaganefnd Gunnar Svavarsson
  4. Í félagsmála- og trygginganefnd Guðbjartur Hannesson
  5. Í iðnaðarnefnd Katrín Júlíusdóttir
  6. Í samgöngunefnd Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verður fyrsti varaforseti Alþingis og Einar Már Sigurðarson annar varaforseti.

Nefndarformenn Sjálfstæðisflokksins verða:

  1. Í allsherjarnefnd Birgir Ármannsson
  2. Í menntamálanefnd Sigurður Kári Kristjánsson
  3. Í efnhagsnefnd Pétur Blöndal
  4. Í utanríkismálanefnd Bjarni Benediktsson
  5. Í heilbrigðisnefnd Ásta Möller
  6. Í landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd Arnbjörg Sveinsdóttir





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×