Konur og Samfylkingin 15. febrúar 2007 05:00 Jafnréttismál verða að vera kosningamál í vor. Samfylkingin mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin reglulega tekið jafnréttismál upp á þingi og bent á nauðsynlegar aðgerðir en einnig gagnrýnt ítrekuð brot ríkisstjórnarflokkanna á jafnréttislögunum í tengslum við stöðuveitingar. Til að undirstrika mikilvægi málaflokksins vill Samfylkingin að jafnréttismálin verði sett undir forsætisráðuneytið svo þau verið höfð til hliðsjónar í öllum málaflokkum. Samfylkingin hefur barist gegn launaleynd sem viðheldur kynbundnum launamun. Undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tókst að minnka kynbundinn launamun um helming í Reykjavík. Á sama tíma tókst ríkisstjórninni hins vegar ekki að minnka kynbundinn launamun neitt. Við höfum lagt til breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni með Katrínu Júlíusdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Við mótmæltum harkalega skerðingu ríkisstjórnarinnar á valfrelsi kvenna varðandi fæðingar þegar MFS-einingunni (meðganga, fæðing, sængurlega) var lokað í vetur. Þá er fullkominn samhljómur milli Samfylkingarinnar og hinna fjölmörgu kvennahreyfinga í landinu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi og höfum við lagt til á þingi að sett verði sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Samfylkingin er eini flokkurinn sem státar af konu sem formanni. Þrír fyrstu þingflokksformenn Samfylkingarinnar voru konur. Nánast helmingur allra kvenna sem var kosinn á þing í síðustu kosningum komu úr einum flokki, Samfylkingunni. Á sama tíma var kynjahlutfall Sjálfstæðisflokksins 18-4 í síðustu kosningum, körlum í vil. Samfylkingin ætlar að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti og í vor ætlum við saman að ná fram þeim sögulega árangri að gera konu að forsætisráðherra í fyrsta skipti. Jafnrétti kynjanna er sameiginlegt úrlausnarefni karla og kvenna. Við þurfum aðgerðir í jafnréttismálum. Og þær aðgerðir mun Samfylkingin framkvæma. Samfylkingin meinar það sem hún segir þegar kemur að jafnréttismálum. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Jafnréttismál verða að vera kosningamál í vor. Samfylkingin mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin reglulega tekið jafnréttismál upp á þingi og bent á nauðsynlegar aðgerðir en einnig gagnrýnt ítrekuð brot ríkisstjórnarflokkanna á jafnréttislögunum í tengslum við stöðuveitingar. Til að undirstrika mikilvægi málaflokksins vill Samfylkingin að jafnréttismálin verði sett undir forsætisráðuneytið svo þau verið höfð til hliðsjónar í öllum málaflokkum. Samfylkingin hefur barist gegn launaleynd sem viðheldur kynbundnum launamun. Undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tókst að minnka kynbundinn launamun um helming í Reykjavík. Á sama tíma tókst ríkisstjórninni hins vegar ekki að minnka kynbundinn launamun neitt. Við höfum lagt til breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni með Katrínu Júlíusdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Við mótmæltum harkalega skerðingu ríkisstjórnarinnar á valfrelsi kvenna varðandi fæðingar þegar MFS-einingunni (meðganga, fæðing, sængurlega) var lokað í vetur. Þá er fullkominn samhljómur milli Samfylkingarinnar og hinna fjölmörgu kvennahreyfinga í landinu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi og höfum við lagt til á þingi að sett verði sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Samfylkingin er eini flokkurinn sem státar af konu sem formanni. Þrír fyrstu þingflokksformenn Samfylkingarinnar voru konur. Nánast helmingur allra kvenna sem var kosinn á þing í síðustu kosningum komu úr einum flokki, Samfylkingunni. Á sama tíma var kynjahlutfall Sjálfstæðisflokksins 18-4 í síðustu kosningum, körlum í vil. Samfylkingin ætlar að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti og í vor ætlum við saman að ná fram þeim sögulega árangri að gera konu að forsætisráðherra í fyrsta skipti. Jafnrétti kynjanna er sameiginlegt úrlausnarefni karla og kvenna. Við þurfum aðgerðir í jafnréttismálum. Og þær aðgerðir mun Samfylkingin framkvæma. Samfylkingin meinar það sem hún segir þegar kemur að jafnréttismálum. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar