Konur og Samfylkingin 15. febrúar 2007 05:00 Jafnréttismál verða að vera kosningamál í vor. Samfylkingin mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin reglulega tekið jafnréttismál upp á þingi og bent á nauðsynlegar aðgerðir en einnig gagnrýnt ítrekuð brot ríkisstjórnarflokkanna á jafnréttislögunum í tengslum við stöðuveitingar. Til að undirstrika mikilvægi málaflokksins vill Samfylkingin að jafnréttismálin verði sett undir forsætisráðuneytið svo þau verið höfð til hliðsjónar í öllum málaflokkum. Samfylkingin hefur barist gegn launaleynd sem viðheldur kynbundnum launamun. Undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tókst að minnka kynbundinn launamun um helming í Reykjavík. Á sama tíma tókst ríkisstjórninni hins vegar ekki að minnka kynbundinn launamun neitt. Við höfum lagt til breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni með Katrínu Júlíusdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Við mótmæltum harkalega skerðingu ríkisstjórnarinnar á valfrelsi kvenna varðandi fæðingar þegar MFS-einingunni (meðganga, fæðing, sængurlega) var lokað í vetur. Þá er fullkominn samhljómur milli Samfylkingarinnar og hinna fjölmörgu kvennahreyfinga í landinu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi og höfum við lagt til á þingi að sett verði sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Samfylkingin er eini flokkurinn sem státar af konu sem formanni. Þrír fyrstu þingflokksformenn Samfylkingarinnar voru konur. Nánast helmingur allra kvenna sem var kosinn á þing í síðustu kosningum komu úr einum flokki, Samfylkingunni. Á sama tíma var kynjahlutfall Sjálfstæðisflokksins 18-4 í síðustu kosningum, körlum í vil. Samfylkingin ætlar að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti og í vor ætlum við saman að ná fram þeim sögulega árangri að gera konu að forsætisráðherra í fyrsta skipti. Jafnrétti kynjanna er sameiginlegt úrlausnarefni karla og kvenna. Við þurfum aðgerðir í jafnréttismálum. Og þær aðgerðir mun Samfylkingin framkvæma. Samfylkingin meinar það sem hún segir þegar kemur að jafnréttismálum. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Jafnréttismál verða að vera kosningamál í vor. Samfylkingin mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin reglulega tekið jafnréttismál upp á þingi og bent á nauðsynlegar aðgerðir en einnig gagnrýnt ítrekuð brot ríkisstjórnarflokkanna á jafnréttislögunum í tengslum við stöðuveitingar. Til að undirstrika mikilvægi málaflokksins vill Samfylkingin að jafnréttismálin verði sett undir forsætisráðuneytið svo þau verið höfð til hliðsjónar í öllum málaflokkum. Samfylkingin hefur barist gegn launaleynd sem viðheldur kynbundnum launamun. Undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tókst að minnka kynbundinn launamun um helming í Reykjavík. Á sama tíma tókst ríkisstjórninni hins vegar ekki að minnka kynbundinn launamun neitt. Við höfum lagt til breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni með Katrínu Júlíusdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Við mótmæltum harkalega skerðingu ríkisstjórnarinnar á valfrelsi kvenna varðandi fæðingar þegar MFS-einingunni (meðganga, fæðing, sængurlega) var lokað í vetur. Þá er fullkominn samhljómur milli Samfylkingarinnar og hinna fjölmörgu kvennahreyfinga í landinu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi og höfum við lagt til á þingi að sett verði sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Samfylkingin er eini flokkurinn sem státar af konu sem formanni. Þrír fyrstu þingflokksformenn Samfylkingarinnar voru konur. Nánast helmingur allra kvenna sem var kosinn á þing í síðustu kosningum komu úr einum flokki, Samfylkingunni. Á sama tíma var kynjahlutfall Sjálfstæðisflokksins 18-4 í síðustu kosningum, körlum í vil. Samfylkingin ætlar að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti og í vor ætlum við saman að ná fram þeim sögulega árangri að gera konu að forsætisráðherra í fyrsta skipti. Jafnrétti kynjanna er sameiginlegt úrlausnarefni karla og kvenna. Við þurfum aðgerðir í jafnréttismálum. Og þær aðgerðir mun Samfylkingin framkvæma. Samfylkingin meinar það sem hún segir þegar kemur að jafnréttismálum. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun