Stofnfundur Íbúasamtaka Háaleitis norður 15. febrúar 2007 04:45 Undirbúningshópur að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður, stendur fyrir borgarafundi fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst hann kl. 17. Íbúar við Álftamýri, Fellsmúla, Háaleitisbraut (norðan Miklubrautar), Safamýri og Starmýri eru boðaðir á fundinn. Tilgangur íbúasamtaka er m.a. að virka sem augu og eyru nærsamfélagsins, stuðla að samhug og samkennd íbúa, vera samstarfsvettvangur og vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa. Enn fremur að standa vörð um hagsmuni íbúa gagnvart opinberum aðilum, stjórnmálamönnum og embættismönnum og færa rök fyrir máli íbúa í fjölmiðlum. Í stuttu máli má segja að íbúasamtök berjist fyrir framgangi góðra verka sem stuðla að bættu mannlífi og betri lífsgæðum íbúa. Að mati okkar í undirbúningshópnum eru fjölmörg rök sem styðja það að íbúar Háaleitishverfis norðan Miklubrautar taki höndum saman í íbúasamtökum. Íbúar í mörgum hverfum borgarinnar hafa þegar stofnað íbúasamtök af þessu tagi og reynslan sýnir að þar er best haldið á sameiginlegum hagsmunamálum íbúanna í umræðunni og þegar mikið liggur við. Í þessu tilviki gildir frekar samtakamátturinn en máttur einstaklingsins þótt mikilvægur sé. Í aðdraganda að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður höfum við mörg hver reynt þetta á eigin skinni á undanförnu ári og árum. Upphaf að stofnun íbúasamtaka Háaleitis norður má rekja til þess að fyrir um ári síðan rituðu foreldraráð Álftamýrarskóla og foreldrafélög leikskólanna Álftaborgar og Múlaborgar þáverandi borgarstjóra bréf þar sem vakin var athygli hans á því ófremdarástandi í umferðaröryggismálum sem foreldrar, leikskóla- og grunnskólabörn þyrftu að búa á og við Háaleitisbraut, milli Fellsmúla og Ármúla. Áður höfðu einstakir íbúar í hverfinu haldið hinu sama fram við forvígismenn borgarinnar en án þess að nokkuð væri þar úr bætt. Skemmst er frá því að segja að foreldraráð og foreldrafélögin hafa unnið ákveðinn áfangasigur, því um þessar mundir er unnið að uppsetningu gangbrautarljósa og hraðahindrunar ofarlega á Háaleitisbraut. Að okkar mati er hér þó aðeins um að ræða eitt atriði af mörgum sem þarf að koma í rétt horf svo að viðunandi sé fyrir börnin í hverfinu. Umferð um Háaleitisbraut einkennist af miklum umferðarþunga og tíðum hraðakstri en um götuna fara þrettán þúsund bílar á sólarhring og íbúar verða daglega vitni að akstri ökumanna sem aka á eða yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Á því ári sem barátta foreldraráðsins og foreldrafélaganna hefur staðið hefur í tvígang verið ekið á börn á Háaleitisbraut. Áður hafa orðið alvarleg umferðarslys á börnum við götuna og þar af dauðaslys. Háaleitisbrautin er ekki eina íbúagatan í hverfinu sem þarf að huga að í þessu efni því líkt er farið með henni og Fellsmúla sem liggur á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar. Ekki síður alvarlegt er að þessum mikla umferðarþunga fylgir svifryks-, ryk- og hljóðmengun. Þá má í þessu sambandi benda á að miklar umferðargötur liggja umhverfis Háaleitishverfið þar sem eru Grensásvegur, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Suðurlandsbraut. Nýlega voru í fréttum niðurstöður læknisfræðilegrar rannsóknar sem sýndi að sterk tengsl eru á milli loftmengunar frá hraðbrautum og langtíma lungnaskaða í börnum. Óþarfi er að minna á að í nágrenni við Miklubraut eru staðsettir nokkrir skólar og leikskólar og þar á meðal eru Álftamýrarskóli og Álftaborg. Þá sækja börn hverfisins þjónustu og íþróttaiðkun í frístundaheimilið Tónabæ og til íþróttafélagsins Fram sem bæði eru staðsett í mikilli nálægð við Miklubraut. Reyndar er Háaleitishverfið ekki eina hverfi borgarinnar þar sem miklar umferðargötur eru í næsta nágrenni við menntastofnanir og frístundastarfsemi. Það er ekki síst vegna umhverfis-, skipulags- og umferðarmála að við teljum brýnt að íbúar Háaleitishverfis stofni með sér öflugt hagsmunafélag en búast má við að þessi mál verði fyrirferðamikil í starfi stjórnar Íbúasamtaka Háaleitis norður, þar til úr hefur ræst. Það er gott að búa í Háaleitishverfi sem er vel staðsett í borgarsamfélaginu og gróið hverfi. Íbúar búa að góðum leikskólum, vel metnum grunnskóla, fjölbreytilegri starfsemi í Tónabæ og mikilsmetnu starfi íþróttafélagsins Fram. Þrátt fyrir þetta er löngu kominn tími til að íbúar hverfisins stofni með sér hagsmunasamtök sem eru í stakk búin að vinna að bættum lífsgæðum. Því langar okkur, sem unnið höfum að undirbúningi að stofnun félagsins, að hvetja íbúa Háaleitishverfis norðan Miklubrautar til að mæta á stofnfund Íbúasamtaka Háaleitis norður. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst kl. 17. Fyrir hönd Undirbúningshóps að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður; Birgir Björnsson, Hlíf Ísaksdóttir og Valgerður Solveig Pálsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undirbúningshópur að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður, stendur fyrir borgarafundi fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst hann kl. 17. Íbúar við Álftamýri, Fellsmúla, Háaleitisbraut (norðan Miklubrautar), Safamýri og Starmýri eru boðaðir á fundinn. Tilgangur íbúasamtaka er m.a. að virka sem augu og eyru nærsamfélagsins, stuðla að samhug og samkennd íbúa, vera samstarfsvettvangur og vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa. Enn fremur að standa vörð um hagsmuni íbúa gagnvart opinberum aðilum, stjórnmálamönnum og embættismönnum og færa rök fyrir máli íbúa í fjölmiðlum. Í stuttu máli má segja að íbúasamtök berjist fyrir framgangi góðra verka sem stuðla að bættu mannlífi og betri lífsgæðum íbúa. Að mati okkar í undirbúningshópnum eru fjölmörg rök sem styðja það að íbúar Háaleitishverfis norðan Miklubrautar taki höndum saman í íbúasamtökum. Íbúar í mörgum hverfum borgarinnar hafa þegar stofnað íbúasamtök af þessu tagi og reynslan sýnir að þar er best haldið á sameiginlegum hagsmunamálum íbúanna í umræðunni og þegar mikið liggur við. Í þessu tilviki gildir frekar samtakamátturinn en máttur einstaklingsins þótt mikilvægur sé. Í aðdraganda að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður höfum við mörg hver reynt þetta á eigin skinni á undanförnu ári og árum. Upphaf að stofnun íbúasamtaka Háaleitis norður má rekja til þess að fyrir um ári síðan rituðu foreldraráð Álftamýrarskóla og foreldrafélög leikskólanna Álftaborgar og Múlaborgar þáverandi borgarstjóra bréf þar sem vakin var athygli hans á því ófremdarástandi í umferðaröryggismálum sem foreldrar, leikskóla- og grunnskólabörn þyrftu að búa á og við Háaleitisbraut, milli Fellsmúla og Ármúla. Áður höfðu einstakir íbúar í hverfinu haldið hinu sama fram við forvígismenn borgarinnar en án þess að nokkuð væri þar úr bætt. Skemmst er frá því að segja að foreldraráð og foreldrafélögin hafa unnið ákveðinn áfangasigur, því um þessar mundir er unnið að uppsetningu gangbrautarljósa og hraðahindrunar ofarlega á Háaleitisbraut. Að okkar mati er hér þó aðeins um að ræða eitt atriði af mörgum sem þarf að koma í rétt horf svo að viðunandi sé fyrir börnin í hverfinu. Umferð um Háaleitisbraut einkennist af miklum umferðarþunga og tíðum hraðakstri en um götuna fara þrettán þúsund bílar á sólarhring og íbúar verða daglega vitni að akstri ökumanna sem aka á eða yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Á því ári sem barátta foreldraráðsins og foreldrafélaganna hefur staðið hefur í tvígang verið ekið á börn á Háaleitisbraut. Áður hafa orðið alvarleg umferðarslys á börnum við götuna og þar af dauðaslys. Háaleitisbrautin er ekki eina íbúagatan í hverfinu sem þarf að huga að í þessu efni því líkt er farið með henni og Fellsmúla sem liggur á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar. Ekki síður alvarlegt er að þessum mikla umferðarþunga fylgir svifryks-, ryk- og hljóðmengun. Þá má í þessu sambandi benda á að miklar umferðargötur liggja umhverfis Háaleitishverfið þar sem eru Grensásvegur, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Suðurlandsbraut. Nýlega voru í fréttum niðurstöður læknisfræðilegrar rannsóknar sem sýndi að sterk tengsl eru á milli loftmengunar frá hraðbrautum og langtíma lungnaskaða í börnum. Óþarfi er að minna á að í nágrenni við Miklubraut eru staðsettir nokkrir skólar og leikskólar og þar á meðal eru Álftamýrarskóli og Álftaborg. Þá sækja börn hverfisins þjónustu og íþróttaiðkun í frístundaheimilið Tónabæ og til íþróttafélagsins Fram sem bæði eru staðsett í mikilli nálægð við Miklubraut. Reyndar er Háaleitishverfið ekki eina hverfi borgarinnar þar sem miklar umferðargötur eru í næsta nágrenni við menntastofnanir og frístundastarfsemi. Það er ekki síst vegna umhverfis-, skipulags- og umferðarmála að við teljum brýnt að íbúar Háaleitishverfis stofni með sér öflugt hagsmunafélag en búast má við að þessi mál verði fyrirferðamikil í starfi stjórnar Íbúasamtaka Háaleitis norður, þar til úr hefur ræst. Það er gott að búa í Háaleitishverfi sem er vel staðsett í borgarsamfélaginu og gróið hverfi. Íbúar búa að góðum leikskólum, vel metnum grunnskóla, fjölbreytilegri starfsemi í Tónabæ og mikilsmetnu starfi íþróttafélagsins Fram. Þrátt fyrir þetta er löngu kominn tími til að íbúar hverfisins stofni með sér hagsmunasamtök sem eru í stakk búin að vinna að bættum lífsgæðum. Því langar okkur, sem unnið höfum að undirbúningi að stofnun félagsins, að hvetja íbúa Háaleitishverfis norðan Miklubrautar til að mæta á stofnfund Íbúasamtaka Háaleitis norður. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álftamýrarskóla og hefst kl. 17. Fyrir hönd Undirbúningshóps að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður; Birgir Björnsson, Hlíf Ísaksdóttir og Valgerður Solveig Pálsdóttir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun