Hvenær er eitthvað rasismi og hvenær verður eitthvað fasismi? 15. febrúar 2007 05:00 Í árdaga kristninnar varð til stétt guðfræðinga sem hafði það hlutverk að rýna í texta guðspjallanna og Biblíunnar og túlka það sem þar stóð. Það var nefnilega alls ekki víst og jafnvel ómögulegt að textinn sem þar birtist þýddi námkvæmlega það sem hinn óupplýsti almenningur las út úr honum. Það fer ekki hjá því þegar grein Hauks Más Helgasonar „Fangelsisskissur og frjálslyndisgloríur“ í Fréttablaðinu 11. febrúar er lesin, að álykta að Haukur hafi að einhverju leyti sett sjálfan sig í slíkt hlutverk. Haukur á að minnsta kosti ekki í neinum vandræðum með að taka texta og lesa það út úr honum sem hann vill lesa. Haukur notar óspart kenningar slóvenska heimspekingsins Slavoj Zisek um gerviatburði og aðdróttanir, til að skapa sjálfur gerviatburði og aðdróttanir, til að koma á þá höggi sem honum er í nöp við eða þá sem hann vill gera skoðanir upp. Það að formaður Frjálslynda flokksins hafi í opnunarræðu landsþings sama flokks nefnt útlendinga og berkla á sama stað, „án þess að segja berum orðum hvaða tengsl væru þar á milli“, er notað sem dæmi í þessu tilviki og klykkt út með dæmigerðum ýkjustíl sem virðist vera allsráðandi í gerð greinarinnar: „Slík beiting aðdróttana er sjaldheyrð nema á stríðstímum, þegar ýjað er að skaðvænlegum, jafnvel ómannúðlegum eiginleikum andstæðings.“ Haukur segir svo: „Svona má ýja að samhengi og skapa hugrenningatengsl.“ Hann er þó ekki að birta þann texta sem um er að ræða sem hefði væntanlega átt að gefa orðum hans frekara gildi. Haukur er svo sannfærður um að strætófarþegar á Akureyri séu með aðdróttanir í garð útlendinga. Það að þeir séu ánægðir með að geta „talað við bílstjórana orðabókalaust, þar sem þeir eru allir íslenskir“ er dæmi um slíkt: „Það sem er sagt er þannig séð auðvelt að kljást við en það eru aðdróttanirnar, allt sem ýjað er að og gaukað að umleikis meintan kjarna hvers máls“ en tekst ekki á neinn hátt að koma orðum að því hvernig það, að farþegum strætó á Akureyri þyki það betra að geta spurt til vegar á sínu eigin tungumáli geti verið „aðdróttanir“ eða að það sé á einhvern veg verið að að „ýja“ að einhverju í þeirri grein sem hann vitnar í. Hægt væri að nefna frekari dæmi um dæmalausan málflutning Hauks en vegna plássleysis verða þessi tvö að duga. „Rasismi er tilraun til að gefa óyndi, ljóninu í veginum milli manns og nautnar hans, andlit og nafn“ lýsir Haukur skáldlega en líkir síðan rasisma við alkóhólisma og hann heldur áfram að vitna í áðurgreindan Slavoj Zizek sem er „poppstjarna heimspekinnar í dag“ en sá virðist hafa miklar áhyggjur af samferðamönnum sínum sem eru flestir fastir í eigin „offramleiðslu óra“, þar á meðal rasisma ef taka á mark á Hauki. Haukur fjallar um komandi kosningabaráttu hér á landi og hefur miklar áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn noti „frjálslynda“ nafnið og hann hefur einnig áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn vilji ræða um stöðu innflytjenda hér á landi. Hann heldur því fram að flokkurinn opni „ekki þarfa umræðu“ heldur ætli Jón Magnússon og Magnús Þór að „beina hvöt, og jafnvel góðum vilja í einkar varasaman farveg“ og spyr svo: „Hvernig má hnika umræðunni í eitthvað annað – breyta henni jafnvel í samræðu?“ Hann gefur engar upplýsingar um hvernig hann hafi komist að þessari niðurstöðu og hann virðist hafa litla trú á að samborgarar hans komi til með að sjá í gegnum innantóman málflutning eða bellibrögð. Það virðist þó nokkuð ljóst að Haukur hefur engan áhuga á að ræða um málefni innflytjenda, hvort sem það er við meðlimi Frjálslynda flokksins eða nokkurn annan, hvort sem það er í umræðu eða samræðu, ekki nema til að fræða þá um sínar eigin skoðanir. Og þá hljótum við að víkja að því hversu hættulegt það er ef ekki má ræða hlutina, hvorki jákvæða eða neikvæða. Það er svo enn verra ef það má ekki, af því að þeir sem vilja ræða þá, eru með „rangar skoðanir“. Þá er illa komið fyrir lýðræðinu og öllu frelsinu sem lagt er af stað til að verja og Haukur farinn að líkjast fasistum sem einmitt vildu ekki leyfa neina umræðu aðra en þá sem var þeim þóknanleg. Höfundur er tölvunarfræðingur sem er ekki í Frjálslynda flokknum, tengist Frjálslynda flokknum ekki á nokkurn hátt og hefur ekki í hyggju að kjósa hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í árdaga kristninnar varð til stétt guðfræðinga sem hafði það hlutverk að rýna í texta guðspjallanna og Biblíunnar og túlka það sem þar stóð. Það var nefnilega alls ekki víst og jafnvel ómögulegt að textinn sem þar birtist þýddi námkvæmlega það sem hinn óupplýsti almenningur las út úr honum. Það fer ekki hjá því þegar grein Hauks Más Helgasonar „Fangelsisskissur og frjálslyndisgloríur“ í Fréttablaðinu 11. febrúar er lesin, að álykta að Haukur hafi að einhverju leyti sett sjálfan sig í slíkt hlutverk. Haukur á að minnsta kosti ekki í neinum vandræðum með að taka texta og lesa það út úr honum sem hann vill lesa. Haukur notar óspart kenningar slóvenska heimspekingsins Slavoj Zisek um gerviatburði og aðdróttanir, til að skapa sjálfur gerviatburði og aðdróttanir, til að koma á þá höggi sem honum er í nöp við eða þá sem hann vill gera skoðanir upp. Það að formaður Frjálslynda flokksins hafi í opnunarræðu landsþings sama flokks nefnt útlendinga og berkla á sama stað, „án þess að segja berum orðum hvaða tengsl væru þar á milli“, er notað sem dæmi í þessu tilviki og klykkt út með dæmigerðum ýkjustíl sem virðist vera allsráðandi í gerð greinarinnar: „Slík beiting aðdróttana er sjaldheyrð nema á stríðstímum, þegar ýjað er að skaðvænlegum, jafnvel ómannúðlegum eiginleikum andstæðings.“ Haukur segir svo: „Svona má ýja að samhengi og skapa hugrenningatengsl.“ Hann er þó ekki að birta þann texta sem um er að ræða sem hefði væntanlega átt að gefa orðum hans frekara gildi. Haukur er svo sannfærður um að strætófarþegar á Akureyri séu með aðdróttanir í garð útlendinga. Það að þeir séu ánægðir með að geta „talað við bílstjórana orðabókalaust, þar sem þeir eru allir íslenskir“ er dæmi um slíkt: „Það sem er sagt er þannig séð auðvelt að kljást við en það eru aðdróttanirnar, allt sem ýjað er að og gaukað að umleikis meintan kjarna hvers máls“ en tekst ekki á neinn hátt að koma orðum að því hvernig það, að farþegum strætó á Akureyri þyki það betra að geta spurt til vegar á sínu eigin tungumáli geti verið „aðdróttanir“ eða að það sé á einhvern veg verið að að „ýja“ að einhverju í þeirri grein sem hann vitnar í. Hægt væri að nefna frekari dæmi um dæmalausan málflutning Hauks en vegna plássleysis verða þessi tvö að duga. „Rasismi er tilraun til að gefa óyndi, ljóninu í veginum milli manns og nautnar hans, andlit og nafn“ lýsir Haukur skáldlega en líkir síðan rasisma við alkóhólisma og hann heldur áfram að vitna í áðurgreindan Slavoj Zizek sem er „poppstjarna heimspekinnar í dag“ en sá virðist hafa miklar áhyggjur af samferðamönnum sínum sem eru flestir fastir í eigin „offramleiðslu óra“, þar á meðal rasisma ef taka á mark á Hauki. Haukur fjallar um komandi kosningabaráttu hér á landi og hefur miklar áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn noti „frjálslynda“ nafnið og hann hefur einnig áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn vilji ræða um stöðu innflytjenda hér á landi. Hann heldur því fram að flokkurinn opni „ekki þarfa umræðu“ heldur ætli Jón Magnússon og Magnús Þór að „beina hvöt, og jafnvel góðum vilja í einkar varasaman farveg“ og spyr svo: „Hvernig má hnika umræðunni í eitthvað annað – breyta henni jafnvel í samræðu?“ Hann gefur engar upplýsingar um hvernig hann hafi komist að þessari niðurstöðu og hann virðist hafa litla trú á að samborgarar hans komi til með að sjá í gegnum innantóman málflutning eða bellibrögð. Það virðist þó nokkuð ljóst að Haukur hefur engan áhuga á að ræða um málefni innflytjenda, hvort sem það er við meðlimi Frjálslynda flokksins eða nokkurn annan, hvort sem það er í umræðu eða samræðu, ekki nema til að fræða þá um sínar eigin skoðanir. Og þá hljótum við að víkja að því hversu hættulegt það er ef ekki má ræða hlutina, hvorki jákvæða eða neikvæða. Það er svo enn verra ef það má ekki, af því að þeir sem vilja ræða þá, eru með „rangar skoðanir“. Þá er illa komið fyrir lýðræðinu og öllu frelsinu sem lagt er af stað til að verja og Haukur farinn að líkjast fasistum sem einmitt vildu ekki leyfa neina umræðu aðra en þá sem var þeim þóknanleg. Höfundur er tölvunarfræðingur sem er ekki í Frjálslynda flokknum, tengist Frjálslynda flokknum ekki á nokkurn hátt og hefur ekki í hyggju að kjósa hann.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar