Biðlistapólitík Sjálfstæðisflokksins Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar 21. apríl 2007 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn er á flótta undan eigin stefnu og aðgerðaleysi í málefnum aldraðra ef marka má grein Ástu Möller hér í blaðinu á sumardaginn fyrsta. Þar beinir hún spjótum sínum að Reykjavíkurborg en þingmanninum til upplýsingar er það þannig að hjúkrunarheimili verða ekki byggð nema með ákvörðun ríkisins. Bygging hjúkrunarheimila er á ábyrgð ríkisins og þar hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks algerlega brugðist í Reykjavík. Árið 2002 undirritaði þáverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, viljayfirlýsingu við Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, um byggingu tæplega 300 hjúkrunarrýma í Reykjavík á árunum 2003-2007. Þá brá svo við að sjálfstæðismaðurinn og fjármálaráðherrann Geir H. Haarde sagði þetta samkomulag ómerkt og stöðvaði það að fjármunir ríkisins væru settir til verksins. Reykjavíkurborg lagði allan tímann til hliðar fjármuni í verkið, alls 30% eða tvöfalt það hlutfall sem lögbundið er að sveitarfélög leggi til stofnkostnaðar hjúkrunarheimila. Varla þarf að minna Ástu Möller á hvernig ríkisstjórnin hefur farið með Framkvæmdasjóð aldraðra þar sem helmingur af því fé sem greitt hefur verið í sjóðinn hefur farið í önnur verkefni en byggingu hjúkrunarheimila á síðustu 15 árum. Mér finnst því Ásta Möller býsna ósvífin þegar litið er til fortíðar Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki því 400 aldraðir bíða nú í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og um eitt þúsund manns eru í þvingaðri sambúð á fjölbýlum. Má ég líka minna þingmanninn á að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur bæst við á síðasta ári og eina sem gerst hefur er eitt stykki skóflustunga. Reykjavíkurlistinn þurfti að vinna upp vanrækslu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 1994 og eyða biðlistum eftir leikskólavist. Það sama mun Samfylkingin gera varðandi biðlista aldraðra eftir hjúkrunarrýmum. Við munum setja í forgang að byggja 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða á næstu 18 mánuðum. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er á flótta undan eigin stefnu og aðgerðaleysi í málefnum aldraðra ef marka má grein Ástu Möller hér í blaðinu á sumardaginn fyrsta. Þar beinir hún spjótum sínum að Reykjavíkurborg en þingmanninum til upplýsingar er það þannig að hjúkrunarheimili verða ekki byggð nema með ákvörðun ríkisins. Bygging hjúkrunarheimila er á ábyrgð ríkisins og þar hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks algerlega brugðist í Reykjavík. Árið 2002 undirritaði þáverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, viljayfirlýsingu við Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, um byggingu tæplega 300 hjúkrunarrýma í Reykjavík á árunum 2003-2007. Þá brá svo við að sjálfstæðismaðurinn og fjármálaráðherrann Geir H. Haarde sagði þetta samkomulag ómerkt og stöðvaði það að fjármunir ríkisins væru settir til verksins. Reykjavíkurborg lagði allan tímann til hliðar fjármuni í verkið, alls 30% eða tvöfalt það hlutfall sem lögbundið er að sveitarfélög leggi til stofnkostnaðar hjúkrunarheimila. Varla þarf að minna Ástu Möller á hvernig ríkisstjórnin hefur farið með Framkvæmdasjóð aldraðra þar sem helmingur af því fé sem greitt hefur verið í sjóðinn hefur farið í önnur verkefni en byggingu hjúkrunarheimila á síðustu 15 árum. Mér finnst því Ásta Möller býsna ósvífin þegar litið er til fortíðar Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki því 400 aldraðir bíða nú í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og um eitt þúsund manns eru í þvingaðri sambúð á fjölbýlum. Má ég líka minna þingmanninn á að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur bæst við á síðasta ári og eina sem gerst hefur er eitt stykki skóflustunga. Reykjavíkurlistinn þurfti að vinna upp vanrækslu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 1994 og eyða biðlistum eftir leikskólavist. Það sama mun Samfylkingin gera varðandi biðlista aldraðra eftir hjúkrunarrýmum. Við munum setja í forgang að byggja 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða á næstu 18 mánuðum. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar