Bakkabræður hafa misst 45 milljarða 28. nóvember 2007 09:45 Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa horft upp á milljarðana hrynja af eign þeirra í Exista. MYND/HARI Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa orðið hvað verst úti í lækkunum á hlutabréfamarkaðnum undanfarna 60 daga. Alls hefur 45,21% eign Bakkabraedra Holdings, eignarhaldsfélags þeirra, í Exista rýrnað um 44,4 milljarða frá því að Kauphöllinn opnaði að morgni dags 1. október. Eign bræðranna í Exista er nú rétt rúmlega 123 milljarða króna virði. Exista hefur heldur ekki riðið feitum hesti frá Kauphöllinni frá 1. október þegar fjórði og síðasti ársfjórðungur hófst. Eign félagsins í Kaupþing hefur rýrnað um 36,5 milljarða og eign þeirra í Bakkavör Group um 7,7 milljarða.Björgólfsfeðgar nálægt 40 milljörðumHlutir Björgólfsfeðga í Landsbankanum og Straumi-Burðarás hafa rýrnað um rúma 35 milljarða frá 1. október.MYND/HARIFeðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa heldur ekki átt sjö dagana sæla á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá 1. október. Rétt rúmlega 40% eign þeirra í Landsbankanum hefur rýrnað um 20,2 milljarða. Hlutur þeirra í Straumi-Burðarás hefur fallið í verði um 15,8 milljarða og 33% hlutur Fjárfestingafélagsins Grettis, sem er að langstærstum hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar, í Eimskip hefur lækkað um tæpa tvo milljarða. Feðgarnir eru þó ekki fæðiskeri staddir. Hlutur þeirra í Landsbankanum er metinn á 164,5 milljarða, hluturinn í Straumi á 51,5 milljarð og hluturinn í Eimskip á 22,7 milljarða. Hannes og Baugur tapaJón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Hannes Smárason, forstjóri félagsins, hafa báðir tapað stórum fjárhæðum á félaginu frá byrjun október.MYND/HARIFL Group var það félag sem lækkaði mest í Kauphöllinni í gær eða um 5,53%. Gengi félagsins hefur verið afleitt að undanförnu og flestar stærri fjárfestingar þess hafa lækkað verulega að undanförnu.Til að mynda hefur rúmlega 30% hlutur FL Group í Glitni rýrnað um 19,1 milljarð á þessum 60 dögum sem liðnir eru frá því að október gekk í garð.Hlutur Hannesar Smárasonar, stærsta hluthafa og forstjóra félagsins, hefur rýrnað um 7,6 milljarða frá 1. október en hann á rúmlega 20% hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt Oddaflug BV. Sömuleiðis hefur 15,85% hlutur Baugs Group lækkað um 5,8 milljarða.Gnúpur tapar á tveimur stöðumViðskiptafélagarnir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson hafa séð hluti sína í tveimur stærstu eignunum, Kaupþingi og FL Group, lækka hratt að undanförnu.MYND/PÁLL BERGMANNFjárfestingafélagið Gnúpur, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fer heldur ekki varhluta af lækkunum á markaði. Félagið er í hópi stærstu hluthafa bæði í Kaupþingi og FL Group og hefur virði hluta þeirra í félögunum samanlagt rýrnað um 11,9 milljarða frá 1. október, 6,3 milljarða í FL Group og 5,6 milljarða í Kaupþingi.Magnús og Kristinn eru aðaleigendur Gnúps og eru hvor um sig með 46,5% hlut. Eignir þeirra í FL Group og Kaupþing koma að stærstum hluta í gegnum sölu þeirra á hlut sínum í Straumi-Burðarás sumarið 2006 til FL Group. Gengi bréfanna í félögunum tveimur hefur ekki enn náð því gengi sem Gnúpsmenn fengu sín bréf, á 18,4 í FL Group og 748 í Kaupþingi.Afmælisárið endar illaGengi bréfa Eglu Invest, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, hefur lækkað hratt frá 1. október. Alls hefur hlutur hans rýrnað um 15,5 milljarða. MYND/GVAAthafnamaðurinn Ólafur Ólafsson byrjaði árið með látum þegar hann hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í janúar og fékk sjálfan Elton John til að skemmta gestum fyrir eina milljón dollara.Ekki virðist árið ætla að enda jafnvel og það byrjaði því 9,88% hlutur Ólafs í Kaupþingi hefur rýrnað um 15,5 milljarða á þeim 60 dögum sem liðnir eru frá því að 1. október rann upp.Eignarhluti Ólafs í Kaupþingi varð til þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust árið 2003. Ólafur var þá einn af aðaleigendum Búnaðarbankans eftir einkavæðinguna umdeildu. Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira
Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa orðið hvað verst úti í lækkunum á hlutabréfamarkaðnum undanfarna 60 daga. Alls hefur 45,21% eign Bakkabraedra Holdings, eignarhaldsfélags þeirra, í Exista rýrnað um 44,4 milljarða frá því að Kauphöllinn opnaði að morgni dags 1. október. Eign bræðranna í Exista er nú rétt rúmlega 123 milljarða króna virði. Exista hefur heldur ekki riðið feitum hesti frá Kauphöllinni frá 1. október þegar fjórði og síðasti ársfjórðungur hófst. Eign félagsins í Kaupþing hefur rýrnað um 36,5 milljarða og eign þeirra í Bakkavör Group um 7,7 milljarða.Björgólfsfeðgar nálægt 40 milljörðumHlutir Björgólfsfeðga í Landsbankanum og Straumi-Burðarás hafa rýrnað um rúma 35 milljarða frá 1. október.MYND/HARIFeðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa heldur ekki átt sjö dagana sæla á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá 1. október. Rétt rúmlega 40% eign þeirra í Landsbankanum hefur rýrnað um 20,2 milljarða. Hlutur þeirra í Straumi-Burðarás hefur fallið í verði um 15,8 milljarða og 33% hlutur Fjárfestingafélagsins Grettis, sem er að langstærstum hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar, í Eimskip hefur lækkað um tæpa tvo milljarða. Feðgarnir eru þó ekki fæðiskeri staddir. Hlutur þeirra í Landsbankanum er metinn á 164,5 milljarða, hluturinn í Straumi á 51,5 milljarð og hluturinn í Eimskip á 22,7 milljarða. Hannes og Baugur tapaJón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Hannes Smárason, forstjóri félagsins, hafa báðir tapað stórum fjárhæðum á félaginu frá byrjun október.MYND/HARIFL Group var það félag sem lækkaði mest í Kauphöllinni í gær eða um 5,53%. Gengi félagsins hefur verið afleitt að undanförnu og flestar stærri fjárfestingar þess hafa lækkað verulega að undanförnu.Til að mynda hefur rúmlega 30% hlutur FL Group í Glitni rýrnað um 19,1 milljarð á þessum 60 dögum sem liðnir eru frá því að október gekk í garð.Hlutur Hannesar Smárasonar, stærsta hluthafa og forstjóra félagsins, hefur rýrnað um 7,6 milljarða frá 1. október en hann á rúmlega 20% hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt Oddaflug BV. Sömuleiðis hefur 15,85% hlutur Baugs Group lækkað um 5,8 milljarða.Gnúpur tapar á tveimur stöðumViðskiptafélagarnir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson hafa séð hluti sína í tveimur stærstu eignunum, Kaupþingi og FL Group, lækka hratt að undanförnu.MYND/PÁLL BERGMANNFjárfestingafélagið Gnúpur, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fer heldur ekki varhluta af lækkunum á markaði. Félagið er í hópi stærstu hluthafa bæði í Kaupþingi og FL Group og hefur virði hluta þeirra í félögunum samanlagt rýrnað um 11,9 milljarða frá 1. október, 6,3 milljarða í FL Group og 5,6 milljarða í Kaupþingi.Magnús og Kristinn eru aðaleigendur Gnúps og eru hvor um sig með 46,5% hlut. Eignir þeirra í FL Group og Kaupþing koma að stærstum hluta í gegnum sölu þeirra á hlut sínum í Straumi-Burðarás sumarið 2006 til FL Group. Gengi bréfanna í félögunum tveimur hefur ekki enn náð því gengi sem Gnúpsmenn fengu sín bréf, á 18,4 í FL Group og 748 í Kaupþingi.Afmælisárið endar illaGengi bréfa Eglu Invest, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, hefur lækkað hratt frá 1. október. Alls hefur hlutur hans rýrnað um 15,5 milljarða. MYND/GVAAthafnamaðurinn Ólafur Ólafsson byrjaði árið með látum þegar hann hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í janúar og fékk sjálfan Elton John til að skemmta gestum fyrir eina milljón dollara.Ekki virðist árið ætla að enda jafnvel og það byrjaði því 9,88% hlutur Ólafs í Kaupþingi hefur rýrnað um 15,5 milljarða á þeim 60 dögum sem liðnir eru frá því að 1. október rann upp.Eignarhluti Ólafs í Kaupþingi varð til þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust árið 2003. Ólafur var þá einn af aðaleigendum Búnaðarbankans eftir einkavæðinguna umdeildu.
Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira