Handbolti

Þýskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni

NordicPhotos/GettyImages


Þýska liði Flensburg tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta þrátt fyrir 25-24 tap fyrir spænska liðinu Valladolid í síðari leik liðanna á Spáni. Flensburg vann fyrri leikinn 30-28 á heimavelli og úrslitin lágu því ekki fyrir fyrr en á lokasekúndunum í dag. Flensburg mætir löndum sínum í Kiel í úrslitaleik keppninnar, en Kiel sló Portland San Antonio út í undanúrslitum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×