Handbolti

Góður sigur hjá Minden

Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Minden
Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Minden AFP
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Íslendingalið Minden lagði Hildesheim 27-21 þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 5 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson 2. Þá tapaði Wilhelmshavener stórt fyrir Balingen á útivelli 35-20 þar sem Gylfi Gylfason skoraði 1 mark fyrir gestina. Wilhelmshavener er í 11. sæti deildarinnar en Minden í sætinu á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×